Rafbílar eru vænlegur valkostur fyrir sjálfbæra framtíð. Einn helsti kostur þeirra eru umhverfisáhrifin: Rafbílar draga úr loftmengun og hafa minni áhrif á loftslagsbreytingar. Þess utan býður víðfeðmt hleðslunet Kia upp á þægilega og skilvirka hleðslu, hvort sem er með heimahleðslustöðvum eða hleðslustöðvum fyrir almenning.
Drægni rafbíla ræðst af nokkrum þáttum, rétt eins og drægni hefðbundinna eldsneytisvéla. Stærð rafhlöðunnar og aksturslag þitt hafa bæði mikil áhrif á heildardrægni. Akstur á þjóðvegum hefur áhrif á drægni: Hægari akstur getur komið í veg fyrir að þú þurfir að stoppa til að hlaða og þannig stytt aksturstímann. Með Kia Connect-forritinu (2) geturðu forstillt farþegarýmið til að tryggja orkusparnað og koma í veg fyrir að loftkælingin og annar rafbúnaður valdi óþarfa álagi á rafhlöðuna.
Fjölbreyttir möguleikar eru í boði hvað varðar hleðslu rafbíls, allt eftir því hvað hentar þinni daglegu rútínu og þörfum hverju sinni best. Allar líkur eru á að þú hafir aðgang að heimahleðslustöð, hleðslustöð á vinnustað eða hleðslustöð fyrir almenning og því er aldrei langt að fara eftir hleðslu, ólíkt því sem stundum vill gerast með áfyllingu á bensínstöð.
Einnig er hægt að velja á milli mismunandi hleðsluhraða. Rétt er að flókið getur verið að henda reiður á mismunandi hleðsluaðferðum og tenglagerðum til að byrja með en sjálf tenging rafbílsins við hleðslustöð er jafn hröð og einföld og að hlaða farsíma.
Miðað við þann fjölda ólíkra rafbíla og hleðslustöðva sem í boði eru ætti það ekki að koma neinum á óvart að hleðslutími rafbíla getur verið æði misjafn. Heildarhleðslutími ræðst af tæknilýsingu viðkomandi rafbíls og þeirri hleðsluaðferð sem notuð er. Tíminn sem það tekur að hlaða rafhlöðu rafbíls ræðst af því hversu mörg kílóvött (kW) hleðslustöðin býður upp á og hversu mörg kílóvött bíllinn ræður við. Því meira rafafl sem rafhlaðan býður upp á því hraðari verður hleðsla rafbílsins.
Þegar þú hefur kynnt þér hvaða hleðsluaðferðir rafbíllinn þinn býður upp á getur þú valið á milli þeirra, allt eftir því hvort þú hefur nægan tíma eða ert að flýta þér og þarft rétt að fylla á rafhlöðuna.
Hleðsla rafbíls er nokkuð ódýr. Hleðsluverð getur verið mjög mismunandi, allt eftir þáttum á borð við staðsetningu, verð á rafmagni og hleðsluaðferðir, en rafbílar eru engu að síður sjálfbærari og umhverfisvænni kostur en hefðbundnir bílar knúnir með eldsneyti.
Hver er ódýrasti rafbíllinn á markaðnum í dag? Hversu hagstætt er verð rafbíla yfirhöfuð? Í stuttu máli stjórnast kostnaður við kaup á rafbíl af mörgum þáttum, þ. á m. árgerð, gerð og stærð rafhlöðu, auk styrkja og skattaívilnana frá hinu opinbera sem kunna að vera í boði þar sem þú býrð. Þá er ekki allt upp talið: Kostnaður við að eiga rafbíl getur einnig falið í sér ávinning til lengri tíma litið.
Kia-ábyrgð gildir í 7 ár eða 150.000 km, hvort sem kemur fyrst, í aðildarríkjum ESB (auk Noregs, Sviss, Íslands og Gíbraltar). Frávik í tengslum við rafhlöðu, lakk og búnað falla undir staðbundna skilmála.
Li-ion háspennurafhlöðum Kia í rafbíla, hybrid-bíla og tengiltvinnbíla fylgir ábyrgð sem gildir í 7 ár eða 150.000 km. Lágspennurafhlöðum í hybrid-bílum fylgir 2 ára ábyrgð, óháð eknum kílómetrum. Rafbílum og tengiltvinnbílum fylgir 70% ábyrgð á rafhlöðurýmd en engin slík ábyrgð er í boði fyrir hybrid-bíla. Frekari upplýsingar um viðbrögð við minnkaðri rýmd er að finna í notkunarleiðbeiningunum.
Rafbílar eru aðeins knúnir með rafmagni og afl þeirra kemur eingöngu frá rafmótor og stórri rafhlöðu. Þeir losa engan útblástur og þá þarf að hlaða sérstaklega. Hybrid-bílar eru aftur á móti búnir eldsneytisvél og rafmótor og lítilli rafhlöðu. Þá þarf ekki að hlaða sérstaklega og þeir geta ekið á rafmagni eingöngu stuttar vegalengdir.
Nokkurn veginn tveir kostir eru í boði. Þú getur hlaðið rafbílinn heima við eða á hleðslustöð fyrir almenning. Þetta hefur áhrif á þær hleðsluaðferðir (og hleðsluhraða) sem þér bjóðast. Hleðsluflokkarnir eru þrír: síhleðsla, riðstraumshleðsla og jafnstraumshleðsla.
Síhleðsla er hæg hleðsla heima með hefðbundinni 220 volta kló. Hún skilar um 65 km á 5 klukkustundum (yfir nótt) eða 200 km á 14 klukkustundum. Hana skal nota þegar mikið liggur við. Notaðu hana sparlega til að koma í veg fyrir háa rafmagnsreikninga og of mikið álag á rafkerfi heimilisins. Leitaðu ráða hjá viðkomandi rafveitu fyrir notkun. Notaðu ICCB-snúru til að tryggja áreiðanleika og hugarró.
Riðstraumshleðsla heima við er algengasta og ráðlegasta hleðsluaðferðin þegar hlaðið er heima við. Með því að setja upp heimahleðslustöð geturðu hlaðið rafbílinn þinn u.þ.b. 3–4 sinnum hraðar en með síhleðslu. Riðstraumshleðsla á hleðslustöðvum er einnig í boði. Hún er einnig mun hraðari en flestar hleðslustöðvar bjóða engu að síður upp á hraðhleðslu með jafnstraumi.
Hraðhleðsla með jafnstraumi er hraðasta hleðslan sem boðið er upp á fyrir rafbíla, allt frá 50 kW og upp úr. Með þessari aðferð geturðu hlaðið rafhlöðu úr 20% í 80% á um 40 mínútum.
Rafbílar krefjast mun minna viðhalds en bílar sem knúnir eru með eldsneyti. Þetta er að mestu tilkomið vegna þess að innri búnaður þeirra er á marga vegu mun einfaldari. Þannig inniheldur rafmótor rafbíls kannski rétt rúmlega tíu hreyfanlega hluta á meðan þeir skipta yfirleitt hundruðum í hefðbundinni eldsneytisvél. Færri hlutir í rafbílum þýða að það er færra sem getur farið úrskeiðis. Minna viðhald skilar sér síðan í lægri viðhaldskostnaði og minna umstangi. Einnig er minni þörf fyrir regluleg vökvaskipti og áfyllingu vökva í rafbílum.
Til viðbótar þessu tryggir endurheimt hemlunarorku einnig að hemlabúnaður rafbíla endist að öllu jöfnu lengur en í hefðbundnum bílum þar sem minna þarf að nota hemlana. Rafhlöður rafbíla endast ekki að eilífu, frekar en rafgeymar hefðbundinna bíla, en margir framleiðendur rafbíla bjóða upp á ábyrgð fyrir rafhlöðuna og alla aðra íhluti til þónokkurra ára. Hvað Kia-rafbíla varðar er boðið upp á 7 ára ábyrgð á bíl og rafhlöðu til að tryggja algera hugarró út þann tíma. Þú þarft engu að síður að bóka árlega skoðun á rafbílnum þínum til að hægt sé að sinna smávægilegu viðhaldi á rafkerfum hans og tryggja þannig að hann haldist lengur í toppstandi.
Hleðslustöðvanetið á Íslandi vex dag frá degi, þar sem stöðugt er verið að opna nýjar hleðslustöðvar í verslunarmiðstöðvum, bílastæðahúsum, á vinnustöðum og þjónustustöðvum við hraðbrautir víðs vegar um landið. Ef horft er til síaukinnar eftirspurnar eftir hleðslustöðvum og áhrifa nýsköpunar og tækni má gera ráð fyrir að innviðir fyrir hleðslu rafbíla eigi eftir að stækka og verða enn betri með tíð og tíma.
Það sem meira er: Rafbílar frá Kia bjóða upp á Kia Live Services frá TomTom® með korti fyrir leit að bílastæðum og hleðslustöðvum fyrir rafbíla sem veitir þér aðgengilega leiðsögn að næstu hleðslustöð hvar sem er í Evrópu. Ef þú vilt sjá staðsetningu næstu hleðslustöðva í nágrenni við þig eða ef þú ert að skipuleggja lengri ferð og vilt fá upplýsingar um hleðslustöðvar á leiðinni gerir kort okkar fyrir leit að hleðslustöðvum þér það kleift á fljótlegan og einfaldan máta.
Hleðslutímar rafbíls (3) ráðast af bílnum og hleðslustöðinni. Tíminn sem það tekur að hlaða ræðst af kílóvattafjölda hleðslustöðvarinnar og hversu mörg kílóvött bíllinn þolir. Hærri kílóvattatala þýðir alla jafna hraðari hleðslu.
Gerð | Hámarkshraði | Áætlaður hleðslutími | |
---|---|---|---|
XCeed PHEV/Ceed Sportswagon PHEV | 3.3kW | 2 klst 15 min | |
Niro PHEV | 3.3kW | 2 klst 55 min (15%-95%) | |
Niro EV | 7.2kW | 9 klst 25 min (10%-100%) | |
Sportage PHEV | 7.2kW | 1 klst 45 min (10%-100%) | |
Soul EV | 7.2kW | 9 klst 15 min (10%-100%) | |
EV6 (incl. GT) | 7.2kW | N/A | |
Sorento PHEV | 3.3kW | 3 klst 25 min |
Gerð | Hámarkshraði | Áætlaður hleðslutími | |
---|---|---|---|
XCeed PHEV/Ceed Sportswagon PHEV | 3.3kW | 2 klst 15 min | |
Niro PHEV | 3.3kW | 2 klst 55 min (15%-95%) | |
Niro EV | 11kW | 6 klst 20 min (10%-100%) | |
Sportage PHEV | 7.2kW | 1 klst 45 min (10%-100%) | |
Soul EV | 11kW | 6 klst 50 min (10%-100%) | |
EV6 (incl. GT) | 11kW | 7 klst 20 min (10%-100%) | |
Sorento PHEV | 3.3kW | 3 klst 25 min |
Gerð | Hámarkshraði | Áætlaður hleðslutími | |
---|---|---|---|
XCeed PHEV/Ceed Sportswagon PHEV | N/A | N/A | |
Niro PHEV | N/A | N/A | |
Niro EV | 50kW | 1 klst 5 min (10%-80%) | |
Sportage PHEV | N/A | N/A | |
Soul EV | 50kW | 1 klst 04 min (10%-80%) | |
EV6 (incl. GT) | 50kW | 1 klst 13 min (10%-80%) | |
Sorento PHEV | N/A | N/A |
Gerð | Hámarkshraði | Áætlaður hleðslutími | |
---|---|---|---|
XCeed PHEV/Ceed Sportswagon PHEV | N/A | N/A | |
Niro PHEV | N/A | N/A | |
Niro EV | 72kW | 45 min (10%-80%) | |
Sportage PHEV | N/A | N/A | |
Soul EV | 77kW | 47 min (10%-80%) | |
EV6 (incl. GT) | 100kW | N/A | |
Sorento PHEV | N/A | N/A |
Gerð | Hámarkshraði | Áætlaður hleðslutími | |
---|---|---|---|
XCeed PHEV/Ceed Sportswagon PHEV | N/A | N/A | |
Niro PHEV | N/A | N/A | |
Niro EV | 72kW | 43 min (10%- 80%) | |
Sportage PHEV | N/A | N/A | |
Soul EV | 77kW | 47 min (10%-80%) | |
EV6 (incl. GT) | 239kW | 18 min (10%-80%) | |
Sorento PHEV | N/A | N/A |
(1) Drægnin var ákvörðuð í samræmi við mælingaforskrift ESB. Aksturslag, hraði, hitastig utandyra, landslag og notkun rafbúnaðar hafa áhrif á raundrægni og geta dregið úr henni undir vissum kringumstæðum.
(2) Þjónusta Kia Connect GmbH. Upplýsingar og stjórnun Kia bílsins þíns: Snjallsíma með iOS- eða Android-stýrikerfi og farsímaáskriftar með gagnamagni er krafist. Upplýsingar um hvernig þetta virkar sem og um notkunarskilmála er að fá hjá næsta söluaðila Kia eða á kia.com. Þjónustan er í boði án endurgjalds í sjö ár frá upphafi ábyrgðarinnar og kann að taka breytingum á meðan ábyrgðin er í gildi.
(3) Raunverulegur hraði og tími hleðslu getur ráðist af hitastigi rafhlöðunnar og veðri.