Með styrktarstoðum ökutækis er yfirleitt átt við grindina fyrir yfirbygginguna. Þær vega um 30 prósent af heildarþyngd bílsins og gegna lykilhlutverki í styrkleika bílsins í árekstri og í útlitshönnun. Með notkun hástyrktarstáls í styrktarstoðir ökutækis með heitvölsunaðferð dregur úr þyngd ökutækisins en stífleiki hans eykst. Niðurstaðan er meiri sparneytni og meira árekstraröryggi.
Áherslan á öryggi hefur snúist um aukna vernd fyrir farþega og gangandi vegfarendur. Nú hefur ný áskorun orðið til varðandi öryggi ökutækja: Hvernig með árangursríkustum hætti verði komið í veg fyrir árekstur.
Myndavél á framrúðu bílsins fylgist með akreininni framundan. Ef ökumaður víkur út af sinni akrein vegna þreytu eða athugunarleysis varar búnaðurinn hann við.
Árekstrarvarinn metur líkurnar á árekstri aftan á bíl sem á undan er ekið. Búnaðurinn aðvarar ökumann með hljóðmerki og táknmynd ef skyndilega er hægt á bílnum á undan og þannig dregur úr líkum á árekstri. Búnaðurinn dregur athygli ökumanns að hættunni áður en virkjar AEB kerfið til að stöðva bílinn með öruggum hætti.