Kia Connect notar nýjustu tækni og snurðulausa tengigetu til að bæta aksturinn og endurskilgreina hvernig þú upplifir bílinn þinn.
Fínstilltu notkun rafhlöðunnar með því að kveikja, slökkva og tímasetja hleðsluna með fjartengingu, sem eykur bæði sparneytni og endingartíma (í boði fyrir rafbíla og tengiltvinnbíla).
Stilltu, tímasettu og kveiktu á hita- og loftstýringunni með fjartengingu til að tryggja þér bestu akstursskilyrði, betri rafhlöðuafköst og snerpu.
Eiginleikinn „Leiðsögn síðasta spölinn“ leiðbeinir þér af bílastæðinu á áfangastaðinn og notar nákvæma leiðsögn með auknum veruleika til aðstoðar.
Tryggðu þér betra öryggi og fylgstu með gögnum Kia-bílsins þegar einhver annar ekur honum, s.s. staðsetningu, aksturstíma, vegalengdum og hraða.
Auðvelt er að endurheimta stillingar Kia-bílsins með einum smelli eftir að einhver annar ekur honum.
Finndu Kia bílinn hvar sem er með staðsetningareiginleikanum, en þetta er sérlega hentugt á stórum bílastæðum.
Skipuleggðu ferðina fyrirfram og sendu heimilisföng í leiðsögukerfi Kia-bílsins.
Notaðu yfirlit yfir helstu þætti bílsins með nýjustu upplýsingum um lykil, eldsneyti, rafhlöðustöðu, lása, sæti og ljós.
Læstu Kia bílnum og taktu hann úr lás, lyklalaust og með fjartengingu.
Skoðaðu yfirlit yfir eknar ferðir og fylgstu með helstu tölum, s.s. meðalhraða, vegalengdum og ferðatíma.
Fáðu aðgang að skýjagögnum með nákvæmum leiðatillögum í rauntíma og áætluðum komutíma.
Fylgdu einföldum skrefum til að gangsetja og ljúka við þráðlausar uppfærslur á upplýsinga- og afþreyingarkerfinu og kortunum, en fyrstu tvær uppfærslurnar eru gjaldfrjálsar.
Finndu hleðslustöðvar fyrir rafknúna bíla og skoðaðu upplýsingar á borð við greiðsluleiðir, laus hleðslutengi og gerðir hleðslutengja.
Finndu bílastæði áður en þú mætir og skoðaðu laus stæði við götur og á hefðbundnum bílastæðum, litamerkt eftir tiltækileika.
Fáðu tilkynningar í beinni um þína helstu íþróttaviðburði og hafðu allt á hreinu um liðið þitt.
Skoðaðu dagatal símans á skjá leiðsögukerfisins og fáðu leiðsögn á rétta staði út frá dagatalsviðburðunum.
Skoðaðu nýjustu upplýsingarnar um fyrirtæki, matsölustaði og áhugaverða staði í grenndinni.
Notaðu raddskipanir til að stjórna búnaði handfrjálst og geta einbeitt þér að akstrinum.
Fáðu tilkynningar úr þjófavarnakerfinu, sérsniðnar Kia-tilkynningar og mikilvægar greiningarupplýsingar.
Skoðaðu þriggja daga veðurspá fyrir áfangastaðinn, m.a. hitatölur og líkur á sólskini eða rigningu.
Fáðu uppfært eldsneytisverð frá nærliggjandi bensínstöðvum og skipuleggðu ökuferðina vandlega.
Notaðu Kia Connect Store til að gera akstursupplifunina enn betri. Kíktu á ótal uppfærslur, settu þær upp og sýslaðu á þægilegan hátt með allar þínar áskriftir – allar innan seilingar. Fáðu sem mest út úr ferðalaginu með allt á einum stað.
Hámarkaðu hröðun Kia-bílsins með því að knýja fremri rafmótorinn. Þannig nærðu að upplifa heillandi hraðaaukningu og endurbætta aksturseiginleika við torfærar aðstæður. Tæklaðu vegina af ákefð og gleði.⁶
Láttu uppáhaldstónlistina þína hljóma í takt við ökuferðina og njóttu ljúfrar akstursupplifunar með endalausa afþreyingu innan seilingar.⁷
Leyfðu Kia-bílnum að leggja fyrir þig í stæði: Með einum takka geturðu lagt sjálfkrafa í stæði, mjakað þér vandræðalaust inn í eða komið þér auðveldlega út úr þröngum bílastæðum. Verið velkomin í nýja, snurðulausa og streitufría akstursupplifun.
Fáðu nýjustu kortin og hugbúnað fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi þráðlaust, án þess að þurfa að heimsækja söluaðila eða framkvæma uppfærslurnar upp á eigin spýtur. Þjónustan verður fáanleg eftir að tvær gjaldfrjálsar og þráðlausar uppfærslur hafa verið framkvæmdar.
Uppfærslur bjóða upp á allan sveigjanleika Kia upplifunarinnar: Suma eiginleika geturðu keypt með stökum kaupum eða valið 12 eða 6 mánaða notkunartímabil. Þannig færðu fulla stjórn á þeim eiginleikum sem þú þarfnast.
Þú getur skráð þig inn í Kia Connect Store í gegnum Kia Connect-forritið. Notaðu QR-kóðann á þessari síðu til að sækja forritið
Í framtíðinni ætlum við okkur að gera uppfærslurnar tiltækar fleiri bílgerðum. Sem stendur er Kia EV9 eina gerðin með stuðning við uppfærslur í gegnum Kia Connect Store.
Þú getur hætt við uppfærslu innan 14 daga eftir upphaflega kauptímabilið. Þetta á við um áskriftartímabil. Athugaðu að þessi afturköllunarvalkostur á ekki við um kaup á þráðlausum uppfærslum (OTA).
Þú getur annaðhvort greitt eina greiðslu fyrir uppfærsluna og notað hana endalaust eða valið þér 12 eða 6 mánaða notkunartímabil til að gera Kia-upplifunina sveigjanlega. Auk þess geturðu keypt þráðlausar uppfærslur (OTA) sem innihalda tvær uppfærslur.
Sem stendur geturðu aðeins notað kreditkort við kaup í Kia Connect Store. Hins vegar verður boðið upp á aðrar greiðsluleiðir síðar.
Eftir að þú kaupir uppfærsluna fyrir bílinn tekur aðeins nokkrar mínútur að sækja og setja hana upp.
Já. Prufutímabil uppfærslunnar er 14 dagar. Ef þú ákveður að hætta við kaupin innan þess tíma mun gjaldfærsla ekki fara fram.
Sem stendur er Amazon Music eina tónlistarstreymisveitan í tónlistaruppfærslunni. Fleiri efnisveitum verður hins vegar bætt við í framtíðinni.
Nýjar uppfærslur verða í framtíðinni birtar í Kia Connect Store og þannig geturðu ávallt notið nýjustu tækni og eiginleika, allt frá afþreyingu til fínstillinga á afköstum bílsins.
Já, keyptar uppfærslur haldast áfram í bílnum. Þetta þýðir að ef þú selur bílinn þinn getur næsti eigandi notað uppfærslurnar þann tíma sem eftir er, hvort sem það er endalaust, í 12 mánuði eða 6 mánuði. Ef fyrri eigandi afvirkjar hins vegar Kia Connect þarf nýr eigandi að virkja Kia Connect til að geta notað uppfærsluna.
Með stafræna Kia lyklinum getur þú opnað og ræst þinn Kia bíl með snjallsímanum eða snjallúrinu, án þess að þurfa að hafa bíllykillinn með í för. Einnig er hægt að veita öðrum aðgang að stafræna lyklinum sem auðveldar enn frekar aðgang að þínum Kia bíl.
Læsa og opna.
Þú þarft ekki lengur að fálma eftir lyklunum til að hafa aðgang að bílnum þínum. Þú getur læst og opnað þinn Kia með því að hafa snjallsímann í vasanum og þegar þú kemur innan við 1 metra radíus, opnast bíllinn þinn sjálfkrafa.
Ræsing á þinni Kia bifreið.
Að hafa snjallsímann í bílnum er allt sem þú þarft til að ræsa bílinn. Eina sem þú þarft að gera er að ýra á bremsupedalinn og síðan á start hnappinn eins og venjulega.
Það er auðvelt að virkja stafræna Kia lykilinn í gegnum Kia Connect appið, virkjunarslóð (URL) eða með því að slá inn virkjunarkóða.
Þegar tengingin er orðin virk, færðu leiðbeiningar sendar í tölvupósti ásamt virkjunarslóð (URL) og kóða fyrir farsímann þinn.
Upplifðu alla möguleika stafræna Kia lykilsins með því að setja hann í nokkur tæki, meðal annars í Apple Watch og snjallsímann.
Ef þú vilt hætta að deila ökutækinu þínu geturðu auðveldlega eytt tengingum í Wallet app eða í stillingarvalmynd ökutækisins.
Nú þegar þú veist hvernig allt virkar geturðu kíkt á allar gerðirnar í Kia-vörulínunni.
Allar tæknilegar upplýsingar og tæknilýsingar eru áætlaðar með fyrirvara um frekari þróun og samþykki eftirlitsaðila. Allar tölur geta tekið breytingum.
1 7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia á nýjum bílum, 150.000 km hámarksábyrgð á bíl. Gildir í öllum ríkjum ESB (auk Noregs, Sviss, Íslands og Gíbraltar). Undanþágur eru í samræmi við gilda ábyrgðarskilmála, t.d. fyrir lakk og búnað, með fyrirvara um gildandi skilmála á hverjum stað.
2 Uppfærslur á kortum í 7 ár. Áskriftin gildir einungis fyrir nýja Kia-bíla sem keyptir eru eftir 28. febrúar 2013 og voru afhentir frá verksmiðju með LG-leiðsögutæki uppsett. Hugsanlega þarf að greiða fyrir vinnu á þjónustustað fyrir þann tíma sem það tekur að framkvæma uppfærsluna. Áskrift að kortauppfærslum í 7 ár felur í sér sex kortauppfærslur þar sem Kia-bílar eru afhentir með nýjustu kortauppfærslunni. Þessi áskrift hefur ekki áhrif á ábyrgð á leiðsögukerfinu. Kia ber ekki ábyrgð á gæðum kortagagna sem kortagagnaveitan HERE leggur til.
3 Upplýsingar og stjórnun þjónustu fyrir þinn Kia í snjallsíma. Þjónustan er í boði endurgjaldslaust í sjö ár frá og með deginum sem bíllinn er seldur til fyrsta eiganda, þ.e. frá þeim tíma sem upphaflegur kaupsamningur tekur gildi, og getur tekið breytingum á því tímabili. Upplýsingar um notkun og notkunarskilmála má nálgast hjá söluaðila Kia og á kia.com. Snjallsími með iOS- eða Android-stýrikerfi og farsímaáskrift með gagnaáskrift eru nauðsynleg til að ekki komi til aukakostnaður.
4 Allir eiginleikar í ofangreindum kafla eru í boði í nýjustu útgáfu þjónustulausna í Kia Connect-forritinu og þjónustulausna í Kia-bílnum. Hugsanlega eru þeir ekki allir tiltækir, allt eftir gerð og útfærslu þíns Kia-bíls.
5 * Aðeins í rafbílum og tengiltvinnbílum.
⁶ Aðeins er heimilt að kaupa og nota uppfærsluna „Aflaukning“ í bílum sem eru seldir og skráðir í Þýskalandi. Í öllum öðrum tilvikum þarf aftur að votta bílinn eftir kaup á uppfærslunni „Aflaukning“. Ef þessi skilyrði eru uppfyllt geturðu einnig ekið bílnum þínum í öðrum löndum innan og utan ESB.
⁷ Tónlistarþjónustan er hluti af venjulegri þjónustu Kia Connect Live en hefur takmarkaðan ókeypis tíma í 3 ár. Aðeins fyrsta virkjunin á tónlistarstreymi fer fram í gegnum Kia Connect-verslunina.
Kia býður upp á tvær gjaldfrjálsar uppfærslur á kortum í leiðsögukerfi og hugbúnaði upplýsingaskjásins með þráðlausum uppfærslum í öllum nýjum bílum sem seldir hafa verið frá maí 2021. Að þessum tveimur þráðlausu uppfærslum loknum getur þú eingöngu fengið gjaldfrjálsar uppfærslur á kortum í leiðsögukerfi bílsins og hugbúnaði upplýsingaskjásins (i) á eftirfarandi vefsíðu: https://update.kia.com/EU/E1/Main eða (ii) hjá söluaðila, Bílaumboðinu Öskju.
Myndir og hreyfimyndir eru aðeins ætlaðar sem sýnishorn. Endanleg vara getur verið frábrugðin myndunum sem notaðar eru.
Birtar skjámyndir úr Kia Connect-forritinu eru aðeins sýnidæmi og endurspegla hugsanlega ekki núverandi hönnun forritsins.
Merki Apple App Store og Apple eru skrásett vörumerki Apple Inc.
Google Play og merki Google Play eru skrásett vörumerki Google LLC.