Við kynnum DRIVE WiSE: Nýtt undirmerki Kia fyrir sjálfvirkan akstur og akstursstoðkerfi. Þetta nýja merki gerir okkur fært að kynna til sögunnar snjallar nýjungar á sviði öryggis í bílaflota okkar á komandi árum. Tæknin mun leggja sitt af mörkum til þess að uppræta hættu af margvíslegu tagi og álag í akstri í þungri umferð nútímans. Um leið breytir hún samskiptum þínum við bílinn. Allt þýðir þetta aukið umferðaröryggi og áhyggjulausari og ánægjulegri akstur.
Markmiðið með þróun DRIVE WiSE er að hluta til að auka umferðaröryggi. Búnaðurinn stuðlar ennfremur að ánægjulegri akstursupplifun og eykur lífsgæði bíleigandans með auknu öryggi og akstursánægju. Kynntu þér hér að neðan þá lykilþætti sem gera bíl þinn snjallari og öruggari.
Akstur á þjóðvegum með akreinaskiptihjálp hjálpar til við að halda ákveðinni fjarlægð og hraða frá ökutækinu fyrir framan og aðstoðar einnig við akreinaskipti þegar ekið er á þjóðveginum. Ef þú heldur um stýrið og kveikir á stefnuljósi færir Kia-bíllinn sig sjálfkrafa á akreinina sem þú vilt fara á, svo lengi sem það er óhætt.
Hraðastillir tengdur leiðsögukerfinu stuðlar að auknu öryggi í beygjum. Kerfið styðst við upplýsingar frá leiðsögukerfinu og hægir sjálfkrafa á bílnum áður en hann fer inn í beygju. Kerfið getur lært og endurspeglað akstursmáta þinn með gervigreind þegar sú aðgerð er virkjuð.
Kerfið gefur frá sér viðvörunarmerki og beitir neyðarhemlun til að forðast árekstur eða draga úr alvarleika hans ef ökumaður bregst ekki við yfirvofandi hættu. Ratsjá á framstuðara og myndavél á framrúðunni fylgjast með hugsanlegri hættu á leið bílsins, þar á meðal gangandi vegfarendum og öðrum ökutækjum.
Oft er erfitt að komast út úr bílnum í þröngum bílastæðum. En málið er leyst. Með RSPA kerfinu geturðu ekið bílnum út úr þröngu bílastæði án þess að sitja inni í honum. Þú getur lagt honum eða látið kerfið aðstoða þig við að leggja bílnum í bílastæði samsíða götu eða í þverstætt bílastæði. Allt með snjalllyklinum. Hann hemlar samstundis ef eitthvað verður í vegi hans.