Hugmyndabíllinn EV9 var frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles 2021. Hann er ný túlkun á því sem 100% rafdrifinn bíll gæti verið.
EV9 er með möguleika á þriðju sætaröðinni, sólarrafhlaða er innbyggð í vélarhlífina og innréttingar eru gerðar úr sjálfbærum efnum. Í EV9 sameinast djarfar formlínur sportjeppa og upprunaleiki úr veröld rafknúinna bíla.
EV9 hugmyndabíllinn er með stýri úr náttúrulegum efnum sem skýst fram fyrir notkun og 27 tommu ofurbreiðum skjá. Hann býður upp á nýstárlega og hugvekjandi upplifun fyrir ökumanninn.
EV9 hugmyndabíllinn sækir innblástur í grunn hönnunaratriðið „Bold for Nature" í hönnunarnálgun Kia, Sameinuðum andstæðum. Í bílnum fara saman ævintýralegar, beinskeyttar og frjálsar formlínur sem falla vel að sterklegri og hástæðri stöðu bílsins.
Hlutföllin að utan auðvelda formlögun þriggja sætaraða sportjeppa og gefa til kynna að hér er á ferðinni afar afkastamikið ökutæki og hagnýtt sem tekst á við hvað sem er. Nútímaleg og hvöss form í hliðarlínunni gefa þessum 100% rafknúna sportjeppa yfirbragð sem sækir genamengið í „Bold for Nature" hönnunarþemað í Sameinuðum andstæðum, hönnunarnálgun Kia.
Tæknileg geta EV9 hugmyndabílsins og alhliða fjölbreytileiki hans skapar þægilega stemningu í þungri umferð í þéttbýlum byggðarkjörnum. En um leið býður hann upp á frelsi fyrir fjölskylduna að upplifa ævintýraferðir fjarri miðborginni.
EV9 hugmyndabíllinn er hannaður með hliðsjón af vellíðan og núvitund. Vandað er að hönnun bílsins og ökumanni og farþegum býðst breytanlegt innanrými í takt breytilegar þarfir á lengri og styttri ferðum.
Einkennandi tígurform Kia á framendanum hefur verið endurtúlkað og prýðir nú EV9 hugmyndabílinn
Skarpar og snyrtilegar formlínur mynda andstæðu við kraftalegt jeppaútlitið sem einkennist af stórum og aðlaðandi formflötum. Háþróaðri og rúmfræðilegri hönnun er beitt við þyngdardreifingu bílsins. Á sama tíma hefur tekist að gera farþegarýmið bæði aðlaðandi og aðgengilegt.
Fallega formaðir glerfletir bílsins skapa beina tengingu við ytra umhverfið og hleypa sólargeislunum inn í farþegarýmið á björtum sumardegi, eru vettvangur fyrir hljóðlátan hljómgrunn þegar regnið fellur á rúðurnar í helgarferð að hausti til og vekja upp róandi tilfinningu í mánaskini á stjörnubjartri nótt.
Innanrými þessa 100% rafdrifna sportjeppa byggir á hönnun sem samþættir þá kosti sem felast í náttúrunni allt um kring, hreyfingunni og kyrrðinni sem allt eru hlutar af fallegri, fyrsta flokks vistarveru.
Stór sóllúgan býður upp á útsýni til himna og stuðlar enn frekar að léttleika í innanrýminu og tengslunum við umhverfið.
Myndir og hreyfimyndir eru eingöngu notaðar til útskýringar. Endanlegt útlit gæti verið öðruvísi en tiltækar myndir hér sýna.