Stefnum saman í átt að sjálfbærari framtíð
Allt frá upphafi höfum við fundið okkur nýjar leiðir til að ferðast um.
Til að sjá nýja heima, upplifa eitthvað nýtt og kynnast nýjum sjónarmiðum og hugmyndum. Þessar miklu framfarir hafa þó einnig skaðað það sem knýr okkur áfram. Náttúruna.
Nú er kominn tími til að taka skref til baka. Tími til að líta í kringum okkur og sjá að við getum gert betur. Bæði með litlum skrefum og í risastökkum. Við verðum að bregðast við í sameiningu. Leyfum náttúrunni að vísa veginn. Í átt að sjálfbærri framtíð.
Við stefnum að rafdrifinni framtíð og verðum komin með 11 rafbíla á markað árið 2026.
Kia EV9 hugmyndabíllinn undirstrikar áherslu okkar á að viðskiptavinum bjóðist sjálfbærar samgöngur í framtíðinni.
Kia er á hraðri leið inn í rafvædda framtíð og setur á markað 11 nýja rafbíla fram að árinu 2026. Þetta er í takt við stefnu okkar, Áætlun S, að verða leiðandi á heimsvísu í sjálfbærum samgöngum.
Framleiðslulína okkar fyrir Evrópu verður að öllu leyti rafknúin á árinu 2035 og á öðrum stórum mörkuðum á árinu 2040. Framleiðslulína okkar var alfarið rafknúin á öllum mörkuðum heims árið 2045.
Auk rafbíla munum við hefja kynningu á framleiðslulínu vetnisknúinna bíla með efnarafölum árið 2028.
Í Kia EV9 hugmyndabílnum felst framtíðarsýn Kia. Hann veitir innsýn í aðra gerð okkar sérhönnuðu rafbíla og er okkar fyrsti alrafknúni sportjeppi. En í þessum nýjasta hugmyndabíl okkar felst annað og meira en einungis framtíðarsýn.
Við viljum gera ökutæki sem skila þér á áfangastað en sem um leið skapa innihaldsríka mannlega reynslu. Markmiðið er að þú finnir fyrir tilfinningalegri tengingu við framleiðsluvörur okkar, vörumerkið og náttúruna. Kia EV9 hugmyndabíllinn er tákn fyrir skuldbindingu Kia um sjálfbærar samgöngur til framtíðar.
Á mörgum sviðum tilverunnar upplifum við hárfínt jafnvægi andstæðra og oft gerólíkra fyrirbæra. Vísað er til þessa í hönnunarnálgun okkar, andstæður sameinaðar. Hvað EV9 hugmyndabílinn varðar þá teljum við að sú spenna sem felst í andstæðunum náttúru og vél geti í raun vísað veginn að betri og sjálfbærari framtíð.
Kia EV9 hugmyndabíllinn byggir grunni hugmyndar sem Kia kallar “Dirfska fyrir náttúruna”. Kia er þeirrar skoðunar að náttúran sé upphaf sköpunarferlisins. Við erum ekki að herma eftir náttúrunni heldur að læra af henni. Við tileinkum okkur allt sem náttúran hefur upp á að bjóða og viljum skilja lögmál jarðarinnar. Við leitumst við að nýta þekkingu okkar við allt okkar efnisval og hvernig við notum efnin.
Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar innihaldsríkustu upplifun sem hugsast getur fyrir hreinni framtíð. Þetta er megin tilgangur Kia í öllum okkar samskiptum við viðskiptavini.
Alvarleg ógn steðjar að lífríki sjávar vegna rusls sem hefur verið fleygt í heimshöfin en við vitum að hægt er að breyta rusli í eftirsótt endurnýtanlegt efni. Við hjá Kia viljum ekki bara endurvinna það rusl sem er í hafinu heldur umbreyta slíku rusli í áþreifanlegt efni. Við sóttum innblástur til hafsins og þess vegna er gólfið gert úr endurunnum fisknetum og áklæði á sætum og innréttingum úr endurunnum plastflöskum og ullartrefjum.
Við erum sjálfir okkur samkvæmir þegar kemur að afstöðu okkar til sjálfbærni. Við veljum t.a.m. vegan leður á innréttingar til að leggja okkar af mörkum til að draga úr vinnslu á dýrahúðum og þar með kolefnisfótspori. Til framtíðar litið hyggst Kia smám saman hætta allri notkun leðurs í öllum sínum ökutækjum.
Eins og Kia EV9 hugmyndabíllinn er glöggt dæmi um, reynir Kia að standa við skuldbindingar sínar gagnvart heiminum og framtíðinni. Við bjóðum þig velkominn í spennandi ferð okkar í átt að sjálfbærum samgöngum.
Vertu með okkur á bílasýningunni í Los Angeles 2021 til að fræðast nánar og fá þína eigin upplifun af Kia EV9 hugmyndabílnum.
Við munum ná markmiði okkar um 100% endurnýjanlega orku árið 2040.
Öll raforka sem notuð er á framleiðslustöðvum okkar verður 100% endurnýjanleg árið 2040.
Einnig vinnum við náið með samstarfsaðilum okkar að því að byggja upp sjálfbæra aðfangakeðju.
Hvað varðar endurnýjanlega orku til framleiðslu þá markmiðum okkar um 100% endurnýjanlega orku árið 2040. Markmið okkar er að öll raforka sem við notum í verksmiðjum okkar komi frá 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Framleiðsla okkar verður knúinn 100% með endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2030 erlendis og árið 2040 í verksmiðjum í Kóreu.
Til að flýta fyrir orkuskiptunum setjum við upp sólarorkustöðvar við verksmiðjur okkar í Kóreu, Kína, Bandaríkjunum og Indlandi. Auk þess verða öll okkar ökutæki á starfsstöðvum okkar orðin rafknúin árið 2030.
En við sjáum fyrir okkur enn stærri hluti. Til að sá fræjum fyrir vetnissamfélaginu höfum við sett fram áætlun um að nýta vetnisknúna efnarafala til að knýja allar okkar verksmiðjur til skemmri og lengri tíma.
Það nægir ekki að umbreyta okkar eigin verksmiðjum til að ná markmiðum okkar um jákvæðar umhverfisbreytingar.
Við eigum nánara samstarf en nokkru sinni áður með samstarfsaðilum okkar um náttúruvernd.
Árið 2022 kynnum við viðmiðunarreglur og stuðningsáætlanir fyrir nánustu samstarfsaðila okkar sem hjálpa þeim í viðleitni þeirra til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og að stefna að kolefnishlutleysi.
Gagnvart varahlutabirgjum erum við að koma á fót gagnastjórnunarkerfi fyrir losun gróðurhúsalofttegunda. Þeir birgjar okkar sem valda mestum kolefnisútblæstri eru stálframleiðendur. Þess vegna munum við vinna náið með þeim strax árið 2030 að því markmiði að þeir framleiði „grænt stál“ fyrir ökutæki okkar. Þetta þýðir að kolefnislosun þeirra verður þriðjungi minni en miðað við núverandi stálframleiðslu þeirra.
Við beitum forvirkri nálgun til að vernda loftslagið. Við munum leita út fyrir okkar eigin raðir til að mynda fjöldahreyfingu um samvinnu í átt að sjálfbærri framtíð.
Kia hefur ákveðið að bregðast við að eigin frumkvæði í umhverfisverndarmálum í þágu jarðar. Til að auka enn frekar jákvætt framlag okkar til umhverfisins höfum við hannað nýtt endurvinnsluferli. Það er nú í tilraunafasa en markmiðið er að endurnýta rafgeyma rafbíla í markaðstilgangi. Í þessu skyni höfum við hafið samstarf við samstarfsaðila í framleiðslu rafgeyma sem endurheimta og umbreyta notuðum rafgeymum í orkugeymslukerfi.
Annað frumkvæði Kia felur í sér þá kröfu til birgja að 20% af öllum plastíhlutum í ökutækjum Kia séu úr endurunnu plast strax árið 2030.
Þrátt fyrir alla þessa viðleitni okkar er ljóst að skaðleg losun á eftir að valda vandamálum um allan heim. Þess vegna er kolefnisjöfnun einnig ofarlega á listanum.
Blá kolefnisáætlun Kia verður ein áhrifaríkasta leiðin til þess til að hlúa að umhverfinu. Svo eitt dæmi sé nefnt þá höfum við hafið aðgerðir til þess að verja og endurheimta sjávarfalla leirlendi heima fyrir í Kóreu sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. Leirlendi þessi þjóna mikilvægum tilgangi í kolefnisjöfnun og binda árlega 260.000 af skaðlegum lofttegundum. Þetta samsvarar losun frá allt að 110.000 ökutækjum sem brenna jarðefnaeldsneyti. Átak til verndar leirlendisins getur haft mikil áhrif í átt til umhverfisverndar.
Einnig munum við aftur í samstarfi við samtarfsaðila stuðla að endurvinnslu plastúrgangs í hafinu sem leiðir til sjávarmengunar.
Við trúum því að einkafyrirtæki verði að vinna saman og sameina krafta sína til að kanna nýjar tæknilegar leiðir og nýstárlegar tæknilausnir til að búa jörðinni jákvæða framtíð. Framtíðarsýn okkar um sjálfbærar samgöngur breyta því ekki einungis framleiðsluvörum okkar og þjónustu heldur einnig innra vistkerfi starfsemi okkar með boði til samstarfsaðila um að taka þátt í því með okkur að byggja upp sjálfbæra framtíð.
Á þessari vegferð að sama markmiði höfum við með ánægju hafið samstarf við The Ocean Cleanup, óhagnaðardrifin samtök sem með tæknileiðum leita lausna og leiða saman aðila á grundvelli sjálfbærni til þess að vernda og endurheimta höfin.
Kia er að breytast úr hefðbundnu framleiðslufyrirtæki í fyrirtæki um þróun og framleiðslu á sjálfbærum samgöngulausnum. Þessi umbreyting kallast á við viðhorf The Ocean Cleanup. Samstarfið við The Oceancleanup er okkur mjög mikilvægt því það er eitt fyrsta skrefið sem stigið er í átt að sjálfbærri framtíð. Saman munum við mynda nýja hreyfingu sem við hvetjum aðra til að ganga til liðs við með það að markmiði að verja jörðina.
Við hjá Kia trúum því að engin ein stofnun eða fyrirtæki geti fundið lausnirnar fyrir sjálfbæra framtíð.
Þess í stað þurfum við að vinna saman að þessu sameiginlega markmiði.
Þess vegna sækjumst við eftir þýðingarmiklu samstarfi við ýmsar stofnanir og fyrirtæki.