Stefnum saman í átt að sjálfbærari framtíð
Allt frá upphafi höfum við fundið okkur nýjar leiðir til að ferðast um.
Til að sjá nýja heima, upplifa eitthvað nýtt og kynnast nýjum sjónarmiðum og hugmyndum. Þessar miklu framfarir hafa þó einnig skaðað það sem knýr okkur áfram. Náttúruna.
Nú er kominn tími til að taka skref til baka. Tími til að líta í kringum okkur og sjá að við getum gert betur. Bæði með litlum skrefum og í risastökkum. Við verðum að bregðast við í sameiningu. Leyfum náttúrunni að vísa veginn. Í átt að sjálfbærri framtíð.
Við stefnum að rafdrifinni framtíð og verðum komin með 11 rafbíla á markað árið 2026.
Kia EV9 hugmyndabíllinn undirstrikar áherslu okkar á að viðskiptavinum bjóðist sjálfbærar samgöngur í framtíðinni.
Við munum ná markmiði okkar um 100% endurnýjanlega orku árið 2040.
Öll raforka sem notuð er á framleiðslustöðvum okkar verður 100% endurnýjanleg árið 2040.
Einnig vinnum við náið með samstarfsaðilum okkar að því að byggja upp sjálfbæra aðfangakeðju.
Við beitum forvirkri nálgun til að vernda loftslagið. Við munum leita út fyrir okkar eigin raðir til að mynda fjöldahreyfingu um samvinnu í átt að sjálfbærri framtíð.