Kia EV4 hugmyndabíllinn táknar einfaldleika stoðarinnar „Power to Progress“ í hönnunarstefnunni „Opposites United“. „Power to Progress“ leggur áherslu á þá þjálfun, þekkingu og sköpun sem varð til á nýlegu tímabili umbreytinga með hönnun að leiðarljósi hjá Kia. Þessi nálgun stuðlar að nýsköpun í vörum sem setja ekki aðeins ný viðmið fyrir hönnun einstakra bíla heldur endurskilgreina heilu sviðin í bílaiðnaðinum. Þetta á við um EV4 hugmyndabílinn.
Öflugar og áhrifamiklar línur hans gefa til kynna að hér sé á ferðinni ný gerð af EV fólksbíl sem er ótvírætt tákn nýsköpunar.
EV4 hugmyndabíllinn er innblásinn af „Power of Progress“ og felur í sér samruna traustra, einkennandi rúmfræðilegra lína og íburðarmikils yfirborðs með tæknilegu yfirbragði. Hann stendur fyrir ný gildi, nýja nálgun, nýja upplifun viðskiptavina og nýja gerð af bíl. Þættir eins og rennilegur, lágur framhlutinn, langar og líflegar útlínurnar og tæknileg vindskeiðin á þakinu eru allt eiginleikar sem minna á sport- og kappakstursbíla og undirstrika stöðu EV4 hugmyndabílsins sem algerlega nýrrar gerðar af EV fólksbíl.
Innanrýmið er fallegt og rúmgott, með stílhreinni hönnun þar sem upplifun ökumanns er í forgangi án þess að trufla útsýnið.
Til að ná þessu fram hafa hönnuðir Kia sett í bílinn stjórnborð fyrir loftkælingu sem hægt er að fella snyrtilega inn í miðstokkinn þegar það er ekki í notkun. Auk þess hafa þeir sett upp fjölmörg örsmá loftunarop sem gefa möguleika á að breyta um mynstur, auk ýmissa annarra endurhannaðra atriða í innanrýminu.
Afgerandi yfirbragð að framan eykur á áhrif framsækinna og tæknilegra útlína EV4 hugmyndabílsins. Staða bílsins er breið og tilkomumikil og aðalljósin liggja lárétt á ystu brún vélarhlífarinnar og framstuðarans, sem gerir hann að ótvíræðu tákni fyrir þá staðföstu stefnu vörumerkisins að leita nýrra leiða til að flýta fyrir rafakstursbyltingunni.
Umvefjandi umhverfið í farþegarýminu gerir ökumanninum kleift að tengjast bílnum á nýjan hátt án truflana. Nett mælaborð á tveimur stafrænum skjáum lagar sig að ökumanninum á fínlegan hátt og hjálpar honum að einbeita sér án truflunar að þeim verkefnum sem í vændum eru.
Í EV4 hugmyndabílnum er nýr eiginleiki sem kallast „Mind Modes“ og aðlagar lýsinguna og loftunarmynstrin. Í stillingunni „Perform“ fær ökumaðurinn allar upplýsingar sem hann þarf til að ná fram sínu besta og fá sem mest út úr hverjum degi. Stillingin „Serenity“ býður hins vegar upp á margvíslegt stafrænt myndefni til að búa til afslappaðra andrúmsloft fyrir næði og hvíld.
Hefurðu áhuga á því sem framtíðin ber í skauti sér?
Skráðu þig hér til að fá frekari upplýsingar frá Kia um nýja bíla og aðrar fréttir.
Myndir og hreyfimyndir sem hér eru sýndar eru aðeins til viðmiðunar. Endanleg vara gæti verið frábrugðin myndunum hér.