EV3 hugmyndabíllinn er birtingarmynd framtíðarsýnar Kia fyrir fyrirferðarlitla CUV bíla þar sem notagildi og einskær akstursánægja fara hönd í hönd.
Hann færir notendum tækni, notagildi og hönnun EV9, SUV flaggskips Kia, í fyrirferðarminni og aðgengilegri bíl.
Við fyrstu sýn virðast þessir eiginleikar ósamrýmanlegir en kjarninn í hönnunarstefnu Kia "Opposites United" er nýstárleg og skapandi hönnun og að blanda saman ólíkum hráefnum.
Innanrými EV3 hugmyndabílsins blandar saman einstöku notagildi og ferskri stemningu og hönnun. Hönnunarstoðin „Joy for Reason“ spilar hér lykilhlutverk, eins og á ytra byrði bílsins, með því að sameina að því er virðist andstæð gildi til að framkalla afgerandi hönnun og skapa farþegarými sem er ánægjulegt að ferðast í og býður upp á nægt rými þegar á áfangastað er komið.
Við háþróaða hönnun sætanna og notkun vistvænna efna bætast lítil borð sem hægt er að snúa á langveginn, til hliðanna og á þverveginn, allt í anda stefnu fyrirtækisins um fjöldaframleidda sjálfbærni.
Hvað varðar EV3 hugmyndabílinn hafa hönnuðir Kia sótt sérstaklega mikinn innblástur í eina stoð hönnunarstefnunnar, „Joy for Reason“.
Farþegarýmið býður einnig upp á umhverfi sem stuðlar að tilfinningalegri vellíðan. Mjúk stemningslýsing, eftirtektarverð og stílhrein lögun og fletir mælaborðsins með einkennandi línum skapa sjónræna upplifun sem myndar spennandi stemningu fyrir hverja ökuferð.
Hefurðu áhuga á því sem framtíðin ber í skauti sér?
Skráðu þig hér til að fá frekari upplýsingar frá Kia um nýja bíla og aðrar fréttir.
Myndir og hreyfimyndir sem hér eru sýndar eru aðeins til viðmiðunar. Endanleg vara gæti verið frábrugðin myndunum hér.