Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

KIA POP RAFMAGNSHUGMYNDABÍLLINN

  • POP rafmagnshugmyndabíllinn vekur áhuga í París

    Frankfurt, 17. september 2010 – Kia heldur í þá hefð að afhjúpa óhefðbundna, hönnunarstýrða hugmyndabíla á bílasýningum þegar fyrirtækið kynnir splunkunýjan rafmagnshugmyndabíl á bílasýningunni í París 30. september. Bíllinn kallast ""Pop"". Hann er þriggja metra langur og þriggja sæta. Hann er mengunarlaus og bryddar upp á nýstárlegri hönnun fyrir flokk borgarbíla með sínu róttæka útliti. Dropalaga formhönnun, lítil slútun og brattrísandi hliðargluggar: Þetta er örbíll sem býður upp á spennandi innlit til hugsanlegrar framtíðar í bílahönnun. Hugmyndi er fullunnin niður í smæstu atriði. Jafnvel armarnir á krómlagðri stýrissúlunni geta talist vera hönnunarhlutir. Þegar litið er í gegnum stóra glerþakið blasir við nýtískulegt, fjólblátt innanrými með þremur sætum. Ökumaður og farþegi að framan deila sætisbekk og annar farþegi getur komið sér þægilega fyrir í aftursætinu. Kia POP vekur ekki einungis eftirtekt fyrir útlitshönnunina. Þrátt fyrir smæðina er fótarými allra farþega mikið (sem þakka má fyrirferðalitlu mælaborði). Auk þess getur þessi afburða straumlínulagði framtíðarbíll ekið fullkomlega mengunarlaust. Hann er knúinn rafmótor og er með liþíum-jóna rafgeymum. Kia POP hugmyndabíllinn var kynntur fjölmiðlum á bílasýningunni í París 30. september 2010 og þar voru ítarlegri upplýsingar gefnar um bílinn. Bílasýningin í París var opin almenningi frá 2. - 17. október 2010.

Myndasafn