Chat with us, powered by LiveChat
Go to content
  1. Home
  2. Um Kia
  3. Fréttir og viðburðir
  4. Fréttir

Fréttir

test++++Höldur frumsýnir Kia Stinger og Stonic

Höldur frumsýnir Kia Stinger og Stonic

18-04-2018

Höldur og Bílaumboðið Askja bjóða til tvöfaldrar Kia frumsýningar á Norðurlandi nk. föstudag og laugardag 20-21 apríl. Þá verða hinir nýju Kia Stinger og Kia Stonic frumsýndir í bílasölu Hölds að Þórsstíg 2 á Akureyri kl. 13-18 á föstudag og kl. 12-16 á laugardag.

Kia Stinger er kraftmikill Gran Turismo sem fengið hefur mikla athygli fyrir sportlegt og glæsilegt útlit og mikið afl. Stinger er fjórhjóladrifinn og kraftmikil vélin skilar 370 hestöflum. Þetta er bíll sem keppir við þá öflugustu á markaðnum. Með Stinger setur Kia sér ný viðmið í hönnun og framleiðslu.

Kia Stonic er sportlegur borgarjepplingur, fáanlegur með tvílitri yfirbyggingu og mögulegt er að velja litasamsetningu sem er löguð að þsmekk hvers og eins.
Stonic er með hátt undir lægsta punkt sem eykur útsýni og aðgengi er þægilegt. Stonic er hlaðinn staðalbúnaði og má þar nefna AEB árekstrarvörn, 17‘‘ álfelgur, hita í stýri og sætum, bakkmyndavél og sjálfvirkri loftkælingu.

Bæði Stinger og Stonic unnu til hinna eftirsóttu Red Dot hönnunarverðlauna á dögunum. Þeir höfðu einnig báðir unnið til hinna alþjóðlegu iF hönnunarverðlaunanna í byrjun ársins þannig báðir bílarnir hafa sópað að sér alþjóðlegum hönnunarverðlaunum undanfarna mánuði. Ásamt frumsýningum á Stinger og Stonic verður hin breiða lína Kia til sýnis og reynsluaksturs á bílasölu Hölds.