Kia sópar til sín Red Dot verðlaunum
Kia vann til þriggja Red Dot verðlauna á dögunum fyrir bíla sína Stinger, Stonic og Picanto. Þessir þrír nýju bílar frá Kia unnu allir sína flokka auk þess sem Kia Stinger vann flokkinn ,,Best of the Best" hjá Red Dot sem þykir sérlega eftirsóknarvert. Red Dot verðlaunin eru ein þau virtustu í hönnunarheiminum. Þessir þrír bílar unnu einnig alþjóðlegu hönnunarverðlaunin, iF Design Award, í ársbyrjun, þannig að ljóst er að Stinger, Stonic og Picanto eru að skora hátt á hönnunarsviðinu. Stinger og Stonic eru báðir glænýir bílar úr smiðju Kia en Picanto er að koma nýr af þriðju kynslóð.
Kia hefur náð framúrskarandi árangri í Red Dot verðlaununum og unnið alls til 21 verðlauna þar síðan 2009 þegar Kia Soul vann þau í fyrsta skipti það ár.
,,Við erum afskaplega stolt og ánægð með þessa miklu viðurkenningu sem Kia bílarnir eru að fá fyrir hönnun. Að vinna ,,Best of the Best hjá Red í fjórða skipti er sérstaklega ánægjulegt. Hönnunarteymi Kia hefur unnið hörðum höndum af því að framleiða fallega og góða bíla og þetta er viðurkenning fyrir þá vinnu,” segir Þjóðverjinn Peter Schreyer, forstjóri og yfirhönnuður Kia Motors. Schreyer, sem var áður yfirhönnuður hjá Audi, og hefur átt stóran þátt í velgengni Kia á hönnunarsviðinu.