Chat with us, powered by LiveChat
Go to content
Wireless software update

Þráðlausar uppfærslur (OTA)

Gerðu Kia bifreiðina þína eins og nýja með spennndi uppfærslum!

Þráðlausar uppfærslur (OTA)

Uppfærðu Kia bifreiðina þína á auðveldan hátt með þráðlausum hugbúnaðaruppfærslum. Bættu við nýjum eiginleikum, lagaðu villur og njóttu aukinna þæginda á ferðinni. Slakaðu á, á meðan bíllinn þinn uppfærir sig. Haltu Kia bílnum þínum alltaf í toppstandi, eins og nýjum.

  • OTA uppfærslur

    Hvað eru þráðlausar uppfærslur (OTA)?

    Þráðlaus hugbúnaðaruppfærsla hjálpar til við að halda Kia bifreiðum uppfærðum með nýjustu tækni. Í samhæfum módelum uppfærir þessi tækni hugbúnaðinn sem stjórnar lykilatriðum í virkni bifreiðarinnar, svo sem aflrás, stýringu, fjöðrun, rafmótor, rafhlöðu, loftpúðum og háþróuðum aðstoðarkerfum fyrir ökumenn (ADAS). Þetta bætir frammistöðu og áreiðanleika, sem gerir ökumönnum kleift að upplifa Kia bifreiðina eins og hún væri glæný.

Ávinningur viðskiptavina

  • Upplifðu tilfinninguna að eiga nýjan bíl

    Njóttu þess að fá tilfinnguna eins og að keyra um á nýjum bíl, með nýjustu uppfærslum.

  • Sparaðu bæði tíma og peninga

    Sparaðu tíma og peninga með því að sleppa við heimsóknir til þjónustuaðila eða í bílaumboðið. Leystu hratt úr hugbúnaðarvandamálum eða innköllunum með uppfærslum.

Leiðbeiningar fyrir þráðlausar uppfærslur í Kia bifreiðinni þinni

Viðvörun

1. Ef rafhlaðan hefur verið tengd eða aftengd áður, fylgdu þessum skrefum áður en þú byrjar uppfærsluferlið:
a. Slökktu á vélinni..
b. Aftengdu öll raftæki, svo sem svarta kassa, sem hafa verið sett upp eftir að bíllinn var afhentur.
c. Bíllinn þarf að vera kyrrstæður lengur en 4 klukkustundir áður en uppfærslur eru settar af stað.


2. Ef einhver tæki eru tengd við OBD (On Board Diagnostics) kerfi Kia bifreiðarinnar neðst við ökumannssætið, fylgdu þessum skrefum til að hefja þráðlaust niðurhal:
a. Aftengdu tækið og ræstu vélina til að hlaða niður uppfærslum.
b. Keyrðu bifreiðina í meira en 30 mínútur og slökktu á vélinni til að setja upp uppfærslurnar.
c. Ekki tengja neitt tæki við OBD kerfið meðan á þráðlausu uppfærslunni stendur.


3. Á meðan uppfærsluferlið stendur yfir er ekki hægt að nota bifreiðina og öll kerfi, þar með talið hleðslu á rafhlöðu rafbílsins og V2L* virkni, verða óvirk í allt að 100 mínútur. Gakktu úr skugga um að leggja bifreiðinni á öruggum stað.


* V2L: V2L stendur fyrir Vehicle-to-Load, sem gerir manni kleift að sjá öðrum raftækjum fyrir straumi, eins og rafhjóli eða hjólhýsi.

 

 

<br>Skref 1. Tilbúinn fyrir uppfærslur


Skref 1. Tilbúinn fyrir uppfærslur

Nýjasta uppfærslan í þinni Kia bifreið verður sjálfkrafa sótt á meðan þú ekur, ef hún er tiltæk. Þegar niðurhalinu er lokið og slökkt hefur verið á vélinni geturðu hafið uppfærsluna með því að fylgja leiðbeiningunum sem birtast á upplýsingaskjánum. Athugaðu að uppfærsluatriði og upphafstími geta verið mismunandi eftir núverandi hugbúnaðarútgáfu þinni.

<br>Skref 2. Uppfærsluferlið


Skref 2. Uppfærsluferlið

Þú getur fylgst með uppfærslunni á upplýsingaskjánum í Kia bifreiðinni þinni. * Á meðan á uppfærsluferlinu stendur munt þú ekki geta notað bifreiðina. Gakktu úr skugga um að þú hafir nægan tíma áður en þú byrjar uppfærsluna.

<br>Skref 3. Uppfærslu lokið


Skref 3. Uppfærslu lokið

Þegar uppfærslunni er lokið geturðu staðfest hana með því að skanna QR kóðann á upplýsingaskjánum eða í gegnum Kia Connect appið.





  • Leiðbeiningar

    Skoðaðu handbókina fyrir leiðbeiningar um hvernig á
    að framkvæma þráðlausar uppfærslur.

Algengar spurningar

Finndu svör við algengum spurningum hér að neðan

Frá og með september 2023 getur einungis EV9 með kveikt á Kia Connect tekið við þráðlausum hugbúnaðaruppfærslum fyrir stýringarhugbúnað. Aftur á móti er búist við að fleiri gerðum verði bætt við í framtíðinni.

Hægt er að nota þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur fyrir herferðir vegna innkallana eða ókeypis viðgerða og úrbætur á vörum, auk þess sem hægt er að bæta ýmsa eiginleika á borð við aksturs- og hemlakerfi, hleðslustýringu rafbíla, undirvagn, minniskerfi fyrir stöðu ökumannssætis og þráðlaust hleðslukerfi. Aftur á móti eru einstök atriði mismunandi eftir gerð, útlitspakka og svæði. Hafðu í huga að kveikja þarf á Kia Connect fyrir þráðlausar uppfærslur (OTA).

Já, þjónusta þráðlausrar hugbúnaðaruppfærslu er í boði fyrir áskrifendur að þjónustu Kia Connect. Eftir að ókeypis prufutíminn fyrir Kia Connect er liðinn þarf að greiða fyrir áskrift til að nota þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur.

Þráðlausu hugbúnaðaruppfærslunni er hlaðið niður sjálfkrafa við akstur og eftir að niðurhalinu er lokið og drepið er á vélinni birtist staðfestingargluggi í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu. Hægt er að uppfæra strax eða fresta uppfærslunni.

Til að framkvæma þráðlausa hugbúnaðaruppfærslu verður bíllinn að uppfylla eftirfarandi kröfur:
• Slökkt þarf að vera á bílnum
• Bíllinn þarf að vera í stöðugír (P)
• Rafræna handbremsan þarf að vera á
• Slökkt þarf að vera á ljósum að utanverðu
• Vélarhlífin þarf að vera lokuð
• Rafhlaðan verður að vera nægilega hlaðin
• Grundvallarþættir stýringarinnar sem verið er að uppfæra ættu ekki að vera í notkun

Hægt er að athuga stöðuna á uppfærslunni í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu með því að ýta á ræsihnappinn.

Nei, þú getur ekki ekið bílnum á meðan þráðlaus hugbúnaðaruppfærsla fer fram. Það er mikilvægt að tryggja að þú hafir nægan tíma til að ljúka uppfærslunni án þess að þurfa að nota bílinn.

Hvernig getum við aðstoðað?