Hvað drífur okkur áfram?
Spurningar okkar hafa ávallt verið það sem drífur okkur áfram.
Hvaðan fáum við innblástur?
Getur hið minnsta arða af innblæstri gjörbreytt því hvernig við hreyfum okkur?
Gætu rafbílar dag einn verið góð viðbót við hvaða lífsstíl sem er?
Hvers vegna geta nýsköpun og sjálfbærni ekki haldist í hendur?
Við hjá Kia höfum ávallt fundið svörin við eigin spurningum og með hverri nýrri spurningu höfum við náð nýjum hæðum.
Í dag spyrjum við okkur annarrar mikilvægrar spurningar:
Hvernig munu samgöngumátar morgundagsins breyta borgum okkar, persónulegu rými og lífsstíl?
Við ætlum hér með að deila með þér svörunum við þessum spurningum.
Kia PBV.
Í upphafi stóð Kia PBV fyrir „Purpose Built Vehicle“, ökutæki sem var sérsniðið fyrir ætlaða notkun hvers viðskiptavinar og búið hugbúnaðarlausnum frá Hyundai Motor Group, s.s. hleðslutækni, IVI upplýsinga- og afþreyingarkerfi, og gagnamiðuðu FMS-flotastýringarkerfi, sem byggðu á getu okkar og reynslu við framleiðslu rafbíla.
Nú höfum við tekið okkur stöðu sem brautryðjendur PBV stefnunnar (Platform Beyond Vehicle). Kia PBV (Platform Beyond Vehicle) er heildræn samgöngulausn sem sameinar sérsniðna rafbíla og háþróaðar hugbúnaðarlausnir sem byggja á hugmynd Hyundai Motor Group um hugbúnað fyrir allt, svokallaða SDx-áætlun. PBV bílar Kia munu opna dyr að nýjum rekstrarmöguleikum og lífsstíl með því að endurskilgreina skilning okkar á rými með háþróuðu og sérsniðnu innanrými sem veitir fullkomið frelsi og sveigjanleika.
Kia PBV endurspeglar framtíðarsýn okkar um að vera fyrirtæki á sviði sjálfbærra samgöngulausna sem horfir út fyrir viðteknar hugmyndir um hinn hefðbundna bíl með því að uppfylla óuppfylltar þarfir ólíkra viðskiptavina og samfélaga með sérsniðnum ökutækjum og þjónustu sem hentar hverju markaðssvæði og viðskiptaaðstæðum fyrir sig.
Kia skilgreinir framleiðslu PBV bíla sem viðskiptavistkerfi sem byggir á trausti og er sérsniðið og aðlagað að öllum sviðum viðskiptavina. PBV vistkerfið mun byggja á sérstakri (1) vörulínu, (2) framleiðslukerfi, (3) vöruþróunarferli, (4) lausnum og (5) framtíðarrekstri.
Árið 2025 mun sérstök PBV vörulína Kia hefjast með PV5, sem síðan verður fylgt eftir með PV7 og PV1. Með því að tengja PBV undirvagninn við ólíkar yfirbyggingar verður PBV vörulínan okkar fáanleg fyrir ökutæki af ólíkum toga, s.s. fyrir vöruflutninga, leigubílaakstur og tómstundir einstaklinga. Hönnun bílsins verður gróf og einföld og allar aðgerðir verða auðveldar og þægilegar í notkun.
Kia mun þannig stækka hugmyndir okkar um hreyfanleika – sem hefur verið takmörkuð vegna takmarkaðrar vörulínu ökutækja – og svara enn betur ólíkum þörfum viðskiptavina okkar.
Árið 2023 byrjaði Kia að reisa sérstaka PBV verksmiðju fyrir rafbíla í Hwaseong. Verksmiðjan mun notast við nýstárlegt framleiðsluferli sem sameinar nýja „selluaðferð“ við hefðbundna færibandakerfið og þar verður fljótlega kynnt til sögunnar ný Dynamic Hybrid- tækni sem getur brugðist á sveigjanlegri hátt við ólíkum þörfum viðskiptavina.
Kia hefur endurbætt vöruþróunarferli sitt og nær þannig að skila sérsniðnum ökutækjum sem uppfylla þarfir viðskiptavina okkar og innleiða kröfur þeirra í öllum okkar hugbúnaði.
Frá og með fyrsta PBV samstarfsaðiladeginum árið 2022 hefur Kia frumsýnt nýja bíla í þróun til að innlendir og alþjóðlegir viðskiptavinir og samstarfsaðilar geti borið þá saman við eigin kröfur og viðskiptasjónarmið. Mögulegir viðskiptavinir okkar höfðu jákvæð viðhorf gagnvart þeirri staðreynd að Kia þróaði þetta ferli til að geta í sameiningu leyst úr vandamálum út frá rekstrarsjónarmiði viðskiptavinarins, enda hefur þetta getið af sér aukið samstarf.
Kia þróar nú sérsniðnar hugbúnaðarlausnir fyrir hvert rekstarsvið til að auka rekstrarskilvirkni og ýta undir nýja framtíð með rafknúnum og sjálfkeyrandi bílum.
IVI upplýsinga- og afþreyingarkerfi Kia er ætlað að gera daglegt líf eins snurðulaust og hugsast getur. Kerfið ber kennsl á notandann, hlutverk hans og þarfir í rauntíma, hleður sjálfkrafa upp notandastillingum, forstillingum og kjörstillingum notandans og miðlar mikilvægum gögnum. Á sölusvæði IVI-forritsins er auk þess að finna ýmsa þjónustu sem er sérvalin fyrir þarfir notandans og sérsniðnar lausnir sem hægt er að fá sem innbyggð forrit.
Aukinheldur auðveldar FMS flotastýringarkerfið frá Kia PBV reksturinn og tryggir um leið rekstrarstöðugleika með virkri gagnasöfnun og -stýringu. Með því að nota gagnaforritaskil bílsins er hægt að tengja gríðarlegt magn gagna sem til verður við notkun PBV bílsins við gervigreindarskýið til að auka skilvirkni flotastýringarinnar í rauntíma. Með þessu fá viðskiptavinir innsýn sem hámarkar rekstrarskilvirkni, t.d. með fyrirbyggjandi viðhaldi á bílunum út frá ástandi þeirra.
Að lokum má nefna að Kia mun útvega sérsniðnar ráðgjafarlausnir fyrir hleðslu rafbíla, t.d. hleðsluplan og hleðslustöðvakerfi sem tekur tillit til ólíkra útfærslna í PBV rekstri. Í framtíðinni mun Kia láta heildarorkulausn verða að veruleika með því að setja á fót háþróaðar V2X hleðslulausnir (Vehicle-to-Everything) þar sem bíllinn getur tengst hverju sem er.
Kia mun laga framleiðslu PBV bíla að grundvallarekstri Hyundai Motor Group í framtíðinni, en það eru þjarkatækni, háþróaðar samgöngur í lofti (Advanced Air Mobility) og sjálfvirkur akstur, með því lokamarkmiði að innleiða þessa tækni í snjallborgum.
Hvað varðar þjarkatæknina mun Kia gjörbylta bæði framleiðslu og flutningi með þjörkum frá Boston Dynamics Stretch og SPOT. Háþróaðar samgöngur í lofti munu færa snjallborgir nær því að verða að veruleika með því að raungera fjölþættar þjónustu- og samgöngumiðstöðvar með Supernal. Á sviði sjálfvirks aksturs vinnur Kia nú að PV5-R í samvinnu við Motional, og stefnir að því í nákominni framtíð að ná sjálfvirkum akstri í flokki 4 með næstu kynslóð Motional-kerfisins.
Fyrsti meðalstóri PBV bíllinn okkar, Kia PV5, verður rafbíll sem sérhannaður er fyrir mikilvægan atvinnurekstur á borð við flutninga, verktakavinnu og leigubílaakstur með miklum möguleikum á sérsniðinni uppsetningu eftir fjölbreyttum þörfum viðskiptavina. Í gegnum enn betri gagnatengingu milli bíla og ytri gagnaveita, svo sem fyrir upplýsingar um akstursleiðir og afhendingu, er hægt að hafa umsjón með mörgum bílum í einu sem sameinaðir eru í flota í hugbúnaði. Tilkoma slíkra sérsniðinna vinnubílaflota og sértækra PBV lausna skilar sér í færri stöðvunum og aukinni hagkvæmni.
PBV bílarnir frá Kia munu þróast yfir í gervigreindarknúin kerfi sem nota gögn til að eiga samskipti við notendur og tryggja að þau séu ávallt uppfærð. Þegar öll PBV vörulínan verður tilbúin munum við færa út kvíarnar til stærri flutningafyrirtækja, samgöngufyrirtækja og einkanotenda. Rauntímagögnum úr bílnum verður deilt með umsjónarkerfum borgarinnar og þannig getum við stöðugt tryggt viðskiptavinum okkar háþróaðar samgöngulausnir með sérsniðnum stafrænum gögnum úr flotastýringarkerfinu. Með því að auka umfang gagnatenginga styðjum við við gervigreindarknúna stjórn og stjórnun bílsins, auk þess sem innbyggð PBV lausn býður upp á sérsniðna og hnökralausa upplifun af tækjum og hugbúnaði. Á sama tíma munu ný rekstrarform í tengslum við þjarkatækni og aðrar framtíðartæknilausnir líta dagsins ljós.
PBV bílar Kia munu þróast yfir í samgöngulausnir sem bjóða upp á mikið sérsnið og sérhönnun í gegnum samþættingu við samgöngulausnir framtíðar. Á þessu stigi munu PBV bílar Kia umbreytast í vettvang þar sem hvers kyns hugmyndir geta orðið að veruleika. Sítengdir, sjálfstýrðir bílar verða hluti af samræmdu stýrikerfi snjallborgarinnar. Þegar hinn ofurtengdi heimur verður loks að veruleika, þar sem fólk, PBV bílar og samfélagslegir innviðir tengjast á hnökralausan máta, munum við ljúka upp dyrum að algjörlega nýjum lífsstíl með því að skapa öflugt PBV vistkerfi á grunni framtíðartækni Hyundai Motor Group fyrir sjálfvirkan akstur, háþróaðar samgöngur í lofti, þjarkatækni og orkunet.
Hvernig munu borgirnar okkar líta út þegar samgöngulausnir hafa þróast?
Mun nýsköpun umbylta því hvernig við hugsum um samgöngur og flutninga?
Hvernig munu tengingar aukast á milli híbýla og fólks?
Þetta eru nokkrar þeirra spurninga sem hafa veitt okkur innblástur og hreyft okkur í átt til framtíðar. Svörin við spurningum okkar um framtíðina öðlast síðan líf í spennandi samgöngulausnum fyrir alla.
Kia býður ykkur velkomin inn í framtíðina sem þið sáuð fyrir ykkur.