Kia PBV - hvað býr í þér?
Ertu aðgengilegur og þægilegur fyrir alla?
Og er í alvörunni svona auðvelt fyrir mig að komast hvert sem er?
Geturðu breyst í mína eigin pop-up-verslun?
Og ertu sem sagt snjallari við vöruflutninga og veist um betri akstursleiðir?
Ég býst við að þú getir ekki breytt þér í hvað sem er ... eða hvað?
Kia PBV.
Svarið við öllum þínum samgönguþörfum.
Fólksflutningar og hreyfanleg vinnustofa
Vöruflutningar og fjölhæfur sendiferðabíll
Sérsniðinn fyrir innanbæjarakstur
Fólksflutningar og hreyfanleg vinnustofa
Kia PV5 hugmyndabíllinn er fyrsti PBV bíllinn frá Kia og áætlað er að hann komi á markað árið 2025. Við þróun hans var horft til meðalstórs bíls sem tekur tillit til sveigjanleika innan ólíkra rekstrarsviða, t.d. við fólksflutninga innanbæjar og við vöruflutninga.
Viðskiptavinir geta valið útfærslu sem hentar þeirra þörfum og kröfum út frá þremur gerðum yfirbygginga: Grunngerð (fólksbíll), sendiferðabíll (flutningar) og undirvagn með stýrishúsi. Kia ætlar sér einnig að þróa PV5-R gerð sem notast við sjálfvirka aksturstækni.
Lengd 4.645mm
Breidd 1.900mm
Hæð 1.900mm
Hjólhaf 2.995mm
Lengd 4.645mm
Breidd 1.900mm
Hæð 1.900mm
Hjólhaf 2.995mm
Lengd 4.645mm
Breidd 1.900mm
Hæð 2.200mm
Hjólhaf 2.995mm
Lengd 4.275mm
Breidd 1.900mm
Hæð 1.900mm
Hjólhaf 2.995mm
Nánari upplýsingar eru væntanlegar.
Stærðarmál PV5-R eru þau sömu og fyrir PV5.
Grunngerð PV5 hugmyndabílsins frá Kia (fólksbíll) er stækkanleg og státar af nægu rými fyrir alla um borð. Bíllinn er með breiðar, tvöfaldar hurðir og stærsta farangursrými í flokki sambærilegra bíla, þökk sé PBV rafbílaundirvagninum frá Kia og gerir ráð fyrir flutningi á bæði farþegum og dýrmætum farangri þeirra.
Grunngerð PV5 hugmyndabílsins frá Kia (fólksbíll) er fáanleg með ótal sætaútfærslum. Viðskiptavinir fá þann bíl sem best hentar ætlaðri notkun sinni, auk þess sem hönnun og gæði sæta eru í stöðugri þróun til að auka enn frekar við þægindi ökumanns og farþega.
Hægt er að leggja farþegasætin niður til að stækka farangursrýmið og nýstárlega hönnunin gerir Kia PBV að rétta valkostinum fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga.
Grunngerð PV5 hugmyndabílsins frá Kia (fólksbíll) er fullkomin lausn fyrir fólksflutninga innanbæjar, t.d. leigubílaakstur, deiliakstur og akstur fatlaðra einstaklinga. Við getum eindregið mælt með bílnum fyrir viðskiptavini í þessum geirum sem leita sér að nýrri rafbílalausn.
Hafðu samband ef þú hefur áhuga og við munum bregðast við öllum þínum þörfum.
Sendiferðabílaútfærsla PV5 hugmyndabílsins frá Kia er hönnuð fyrir hvers kyns vöruflutninga. Með lítilli hæð frá jörðu og flötum undirvagni höfum við hámarkað innanrýmið þannig að jafnvel fullorðinn einstaklingur geti staðið þar uppréttur.
Þú getur valið á milli þriggja gerða af ólíkum stærðum til að mæta þínum þörfum hvað varðar atvinnustarfsemi og farm (hefðbundinn, langur og kassabíll). Í samvinnu við samstarfsaðila er hægt að breyta bílunum með ýmsum hætti (t.d. með hillukerfum, kælikerfum o.s.frv.). Litla hæðin frá jörðu, sem byggð er á PBV rafbílaundirvagninum frá Kia, eykur bæði öryggi og skilvirkni ökumanna og farþega.
Sendiferðabílaútfærsla PV5-hugmyndabílsins frá Kia hentar vel fyrir ýmsa þjónustugeira, þ.m.t. við vöruflutninga á litlum og miðlungsstórum farmi og búnaði. Við mælum eindregið með sendiferðaútfærslu PV5 hugmyndabílsins frá Kia ef þú ert í slíkri atvinnustarfsemi og ert að leita að nýjum bíl.
Hafðu samband ef þú hefur áhuga og við munum bregðast við öllum þínum þörfum.
Útfærsla PV5 hugmyndabílsins frá Kia sem samanstendur af undirvagni með stýrishúsi leggur áherslu á möguleika og notagildi í sérlega sveigjanlegu ökutæki. Gerðin með undirvagni með stýrishúsi er aðeins með undirvagnsgrind og stýrishús – engar aðrar einingar, s.s. vöruflutningarými. Viðskiptavinir geta breytt afturhluta bílsins eftir eigin þörfum í rekstri eða lífsstíl og Kia ætlar sér að bjóða upp á úrval gæðabreytinga í samvinnu við sérstaka samstarfsaðila.
Útfærsla PV5 hugmyndabílsins frá Kia sem samanstendur af undirvagni með stýrishúsi hentar öllum sem vilja hámarka rekstrargetu bílsins með breytingum. Hún er einnig frábær fyrir einstaklinga sem vilja sérsníða bílinn að eigin lífsstíl.
Hafðu samband ef þú hefur áhuga og við munum bregðast við öllum þínum þörfum.
Til undirbúnings fyrir sjálfvirkan akstur framtíðarinnar stofnaði Hyundai Motor Group fyrirtækið Motional, samstarfsverkefni um sjálfvirkan akstur, í samvinnu við Aptiv. Við erum einnig að þróa PV5-R fyrir atvinnuakstur með því að nota PV5 hugmyndabílinn frá Kia, sem áætlað er að komi á markað seint á öðrum áratug 21. aldarinnar.
Kia PV5-R hugmyndabíllinn mun gjörbylta samgöngum heimsins með sjálfvirkri aksturstækni Motional í flokki 4. Við mælum afdráttarlaust með honum fyrir leigubílaakstur og aðra fólksflutninga þar sem kemur til greina að notast við ómannaða bíla í framtíðinni.
Vöruflutningar og fjölhæfur sendiferðabíll
Kia PV7 hugmyndabíllinn er annar PBV bílinn frá Kia og hann státar af stærsta farangursrýminu í vörulínunni. Auk þess að vera búinn öllum eiginleikum Kia PV5 bílsins verður Kia PV7 enn meira sérsniðinn að rekstri hvers viðskiptavinar, þökk sé háþróuðum hugbúnaðarlausnum og -þjónustu.
Sérsniðinn fyrir innanbæjarakstur
Kia PV1 hugmyndabíllinn er PBV smábíllinn frá Kia, en þróun hans er ætlað að bregðast við samgönguþörfum sem tengjast sívaxandi ofurþéttbýli, netverslun og hinu verkefnadrifna hagkerfi. Bíllinn á að mæta þörfum þeirra viðskiptavina sem vilja geta valið um ólíkar bílstærðir innan sama vörumerkis, allt eftir þörfum rekstrarins.
Er þörf fyrir hreyfanlega verslun?
Mikil breidd og lítil hæð frá jörðu gera þér kleift að standa upprétt(ur) við vinnuna og sérsníða verslunina að þínum þörfum. Þú getur einnig nýtt þér V2L tæknina (Vehicle to Load), einn af styrkleikum rafbílsins, til að tryggja þér rafmagn.
Viltu tryggja skilvirkar og öruggar vöruflutningar?
Lítil hæð frá jörðu dregur úr líkamlegu álagi við fermingu og affermingu og sérhannaður hugbúnaður leggur til bestu akstursleiðirnar.
Hefur þú lent í vandræðum með að nota núverandi samgöngumáta?
Við ætlum að útbúa PBV bílana okkar með sérstökum lausnum sem gera þá þægilega í notkun fyrir fólk sem á erfitt með að nota aðra samgöngumáta, auk þess að þróa sérhannaðan leigubíl.
Þarftu bíl til að komast eitthvert í snatri? Viltu ferðast um án streitunnar sem fylgir því að vera undir stýri?
Rúmgott innanrými með plássi fyrir bæði farþega og farm og ýmis akstursþægindi skila bestu akstursupplifuninni, bæði fyrir ökumenn og farþega.