Lagalegir fyrirvarar
1 Liþíum-jóna háspennurafgeymar Kia fyrir rafbíla (EV), tvinnbíla (HEV) og tengiltvinnbíla (PHEV) eru framleiddir með það fyrir augun að endast lengi. Kia ábyrgist þá í 7 ár frá nýskráningu eða að 150.000 km eftir því hvort ber fyrr upp. Ábyrgð Kia á lágspennurafgeymum (48V og 12V) fyrir gerðir með mildri tvinnaflrás nær til tveggja ára frá nýskráningu óháð akstri. Kia ábyrgist 70% afkastagetu rafgeyma fyrir rafbíla og tengiltvinnbíla en ábyrgð nær ekki til afkastagetu rafgeyma fyrir HEV og MHEV. Fylgið leiðbeiningum í […] eða leitið ráða í eigandahandbók til að lágmarka hugsanlegt tap á afkastagetu. Nánari upplýsingar um ábyrgð Kia er að finna á [www.Kia.com].
2 Ábyrgð Kia nær til 7 ára frá nýskráningu eða að 150.000 km eftir því hvort ber fyrr upp. Hún gildir í öllum aðildarríkjum ESB (og auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar). Frávik samkvæmt gildandi ábyrgðarskilmálum, s.s. fyrir rafgeymi, lakk og búnað, eru háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum. Nánari upplýsingar um ábyrgð Kia er að finna á [www.Kia.com].
3 Þjónustan er í boði án endurgjalds í sjö ár frá þeim degi sem ökutækið er selt fyrsta eiganda þess, þ.e. frá þeim tíma sem upphaflegur kaupsamningur tekur gildi, og þjónustan getur verið háð breytingum á því tímabili. Upplýsingar um notkun og notkunarskilmála má nálgast á margmiðlunarskjá ökutækisins. Tiltæk þjónusta gæti verið önnur í þínu landi. Snjallsíma með gagnaflutningi þarf til að virkja Kia Connect Live þjónustu í löndum og bílgerðum án innbyggða fjarskipta.
4 Kia Sportage er samhæfður Apple CarPlay™ og Android Auto™. Android Auto™ er samhæft Android símum með 5.0 (Lollipop) stýrikerfi eða nýrra. Apple CarPlay™ er fáanlegt fyrir iPhone 5 eða nýrri gerðir. Bæði kerfin eru með raddstýringu sem gera ökumanni kleift að hafa hendur á stýri og augu á veginum öllum stundum. Apple CarPlay™ er skráð vörumerki Apple Inc. Android Auto™ og önnur merki eru vörumerki Google Inc.
5 Upplýsingar og stýriþjónusta fyrir Kia bílinn þinn úr snjallsíma þínum: Þjónustan er í boði án endurgjalds í sjö ár frá þeim degi sem ökutækið er selt fyrsta eiganda þess, þ.e. frá þeim tíma sem upphaflegur kaupsamningur tekur gildi, og þjónustan getur verið háð breytingum á því tímabili. Upplýsingar um notkun og notkunarskilmála er að finna í Kia Connect appinu þínu. Viðbótarkostnaður fylgir óhjákvæmilega farsímasamningi með gagnaflutningi í gegnum snjallsíma með iOS eða Android stýrikerfi.
6 Þráðlaus hleðsla er samhæfð símum með Qi tækni eða símum með millistykki.
7 Árekstrarvari að framan (FCA) er akstursstoðkerfi sem leysir ökumann ekki undan þeirri ábyrgð að nota ökutækið með öruggum hætti öllum stundum. Ökumaður þarf sem fyrr að aðlaga akstur sinn að persónulegri akstursgetu, lagalegum kröfum og aðstæðum á vegum og umferð. FCA er ekki fyrir sjálfakstur. Nánari upplýsingar má nálgast í eigandahandbókinni.
8 Tæknin fylgir einungis gerðum með DCT gírkassa.
9 Akstursrennsli með slökkt á vél er einungis í boði í ökutækjum með skynrænni beinskiptingu (iMT). Rennsliaðgerðin er háð akstursskilyrðum.
10 Tilboðið gildir eingöngu fyrir ný Kia ökutæki sem keypt eru eftir 28. febrúar 2013 með LG leiðsögutæki frá verksmiðju. Launakostnaður kann að falla til á þjónustustað fyrir þann tíma sem tekur að framkvæma uppfærsluna. Tilboði um kortauppfærslur til 7 ára fylgja sex kortauppfærslur þar sem Kia ökutækjum fylgir nýjasta kortauppfærsla frá verksmiðju. Tilboðið hefur ekki áhrif á ábyrgð á leiðsögukerfinu. Kia ber ekki ábyrgð á gæðum kortagagna sem kemur frá gagnaframleiðandanum HERE.
OTA Uppfærslur
Fyrir ökutæki sem eru seld frá maí 2022 býður Kia upp á tvær endurgjaldlausar uppfærslur á hugbúnaði og kortum í leiðsögukerfi ökutækisins með svokallaðri "over-the-air" aðferð ("OTA Updates").
*Verð eru miðuð við útgáfudag verðlista og geta tekið breytingum án fyrirvara samkvæmt gengi ISK/EUR, og/eða vegna verðbreytinga birgja, breytinga á vörugjöldum og virðisaukaskatti. Endanlegt verð bíls fer því eftir gildandi verðlista við komu bíls
Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum