7 sæti
Allt að 249 km á
15 mínútum¹
Allt að 522 km**
EV9 býður upp á áður óþekkta orkunýtingu. V2L-hleðsluaðgerðin (bíll í úttak) gerir þér kleift að nota bílinn til að hlaða hluti á borð við fartölvur og útilegubúnað með 3,68 kW hámarksafli. Framtíðarsýnin er síðan V2G-hleðsla (bíll í rafveitukerfi) sem mun gera þér kleift að veita rafmagni aftur inn á raforkukerfið.
Fáðu enn meira út úr Kia-upplifun þinni með uppfærslum sem þú getur nálgast með einum smelli.
Langt hjólhaf og flöt hönnun E-GMP undirvagnsins (Electric Global Modular Platform) færir þér meira pláss, sem og betri heildarafköst og drægi. Áhrifamikil stýri- og hemlaafköst, hljóðlátt farþegarými jafnvel á miklum hraða og góður beygjuradíus auka akstursánægjuna.
Veldu á milli afturhjóladrifs og aldrifs til að tryggja að EV9-bíllinn þinn skili því drægi og þeim afköstum sem henta þér best.
Fjórhjóladrif
Rafknúið fjórhjóladrif EV9 býður upp á mikla sparneytni ásamt framúrskarandi veggripi og afköstum. Hraðhleðsla skilar 249 km á 15 mínútum til að þú getir verið lengur á ferðinni.
Með tveimur mismunandi útfærslum á klæðningum geturðu gefið EV9-bílnum persónulegt yfirbragð.
EV9 Earth
EV9 GT Line
Myndir og hreyfimyndir eru aðeins ætlaðar sem sýnishorn. Endanleg vara getur verið frábrugðin myndunum sem notaðar eru. Gerðirnar og tæknilýsingarnar sem sýndar eru á þessari síðu geta verið frábrugðnar þeim gerðum sem eru í boði á þínu markaðssvæði. Hafðu samband við söluaðila Kia til að fá nýjustu upplýsingar.
Til að ná hámarkshleðsluhraða verður að hlaða EV9 með 800 volta hleðslutæki sem skilar að minnsta kosti 240 kW rafmagni. Aukið raunverulegt drægi innan 15 mínútna fer eftir mismunandi þáttum, þar á meðal núverandi hleðslustöðu rafhlöðunnar, hitastigi rafhlöðunnar og hleðslutækinu sem notað er. Það fer einnig eftir orkunotkun og aksturslagi hvers og eins.
Drægið var ákvarðað í samræmi við staðlaða mælingaraðferð í ESB (WLTP-prófun). Einstaklingsbundið aksturslag og aðrir þættir, svo sem hraði, umhverfishitastig, landslag og notkun orkufrekra tækja, hafa áhrif á raunverulegt drægi og geta hugsanlega dregið úr því.
Li-ion háspennurafhlöðueiningar frá Kia í rafbíla, hybrid-bíla og tengiltvinnbíla eru framleiddar til að endast lengi. Þessar rafhlöður falla undir 7 ára ábyrgð Kia frá fyrstu skráningu eða 150.000 km, hvort sem fyrr verður. Kia-ábyrgðin gildir í 2 ár frá fyrstu skráningu, óháð akstri, fyrir lágspennurafhlöður (48 V og 12 V) í hybrid-bílum með samhliða kerfi. Kia ábyrgist aðeins 70% afkastagetu rafhlöðu fyrir rafbíla og tengiltvinnbíla. Ábyrgðin nær ekki til minnkaðra afkasta rafhlöðu í hybrid-bílum og hybrid-bílum með samhliða kerfi. Lesið notendahandbókina til að lágmarka hættu á mögulegum minnkuðum afköstum. Frekari upplýsingar um ábyrgð Kia er að finna á kia.is.
Kia-ábyrgð gildir í 7 ár frá fyrstu skráningu eða 150.000 km, hvort sem fyrr verður. Gildir í öllum ESB-löndum (auk Noregs, Sviss, Íslands og Gíbraltar) Undanþágur eru í samræmi við gilda ábyrgðarskilmála, t.d. fyrir rafhlöðu, lakk og búnað, með fyrirvara um gildandi staðbundna skilmála. Frekari upplýsingar um ábyrgð Kia er að finna á kia.is.
Þjónusta Kia Connect er veitt af Kia Connect GmbH, skráð undir skráningarnúmerinu HRB 112541, Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main.
Ókeypis 7 ára þjónusta Kia Connect
Þjónustan er veitt endurgjaldslaust í 7 ár frá og með deginum sem bíllinn er seldur til fyrsta eiganda, þ.e. frá þeim tíma sem upphaflegur kaupsamningur tekur gildi, og getur tekið breytingum á því tímabili. Við áskiljum okkur rétt til að leggja til viðbótarþjónustu í framtíðinni með fyrirvara um aðskilda notkunarskilmála. Heildarlista yfir þjónustu í boði er að finna á https://connect.kia.com/uk/kia-connect-legal-document/
Þráðlausar uppfærslur (OTA uppfærslur)
Kia býður upp á tvær gjaldfrjálsar uppfærslur á kortum í leiðsögukerfi og hugbúnaði upplýsingaskjásins með þráðlausum uppfærslum í öllum nýjum bílum sem seldir hafa verið frá maí 2021 og eru með hugbúnað sem hægt er að uppfæra þráðlaust. Að þessum tveimur þráðlausu uppfærslum loknum getur þú eingöngu fengið uppfærslur á kortum í leiðsögukerfi bílsins og hugbúnaði upplýsingaskjásins (i) á eftirfarandi vefsíðu: https://update.kia.com/EU/E1/Main eða hjá Bílaumboðinu Öskju.
Höfundarréttur Amazon Music
Amazon, Amazon Music og öll tengd merki eru vörumerki Amazon.com, Inc. eða hlutdeildarfélaga þess.
Tónlistarstreymisþjónustan er hluti af venjulegri þjónustu Kia Connect Live en hefur takmarkaðan ókeypis tíma í 3 ár. Aðeins fyrsta virkjunin á tónlistarstreymi fer fram í gegnum Kia Connect-verslunina.
* Verð eru miðuð við útgáfudag verðlista og geta tekið breytingum án fyrirvara samkvæmt gengi ISK/EUR, og/eða vegna verðbreytinga birgja, breytinga á vörugjöldum og virðisaukaskatti. Endanlegt verð bíls fer því eftir gildandi verðlista við komu bíls
Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum