Lagalegir fyrirvarar
1 Til að ná hámarks hleðsluhraða á EV6 þarf að nota 800 volta hleðslutæki fyrir rafbíla sem skilar að minnsta kosti 240 kW af rafmagni. Hiti á rafgeymi og veðurskilyrði geta haft áhrif á raunverulegan hleðsluhraða og hleðslutíma.
2 Akstursdrægið var mælt í samræmi við staðlað mæliaðferð ESB (WLTP) og miðast við 77,4 kWh rafgeymastæðu, afturhjóladrif og 19” álfelgur (mynd af ökutæki sýnir það á 20” felgum). Akstursvenjur og aðrir þættir, eins og hraði, útihitastig, landslag og notkun rafknúinna tækja/eininga hafa áhrif á raunverulegt akstursdrægi og geta dregið úr því.
3 Háspennu liþíum-jóna rafgeymar Kia fyrir rafbíla (EV), tvinnbíla (HEV) og tengiltvinnbíla (PHEV) eru hannaðir til að endast lengi. Rafgeymarnir falla undir 7 ára ábyrgð Kia frá nýskráningu eða að 150.000 eknum km, hvort sem kemur á undan. 2ja ára ábyrgð óháð akstursvegalengd er á lágspennu rafgeymum fyrir milda tvinnbíla (MHEV). Kia ábyrgist 70% afkastagetu rafgeyma í rafbílum og tengiltvinnbílum sínum. Afkastaminnkun rafgeyma í tvinnbílum og mildum tvinnbílum fellur ekki undir ábyrgðina. Til að lágmarka afkastaminnkun skal fylgja leiðbeiningum á […] eða leita upplýsinga í eigandahandbókinni. Nánari upplýsingar um ábyrgð Kia er að finna á [www.Kia.com]
4 Ábyrgð Kia nær til 7 ára frá nýskráningu eða að 150.000 eknum km, hvort sem kemur á undan. Hún gildir í öllum Evrópusambandslöndum (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar. Frávik frá gildum ábyrgðarskilmálum, til dæmis varðandi rafgeyma, lakk og búnað, eru háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum. Frekari upplýsingar um ábyrgð Kia er að finna á [www.Kia.com].
OTA Uppfærslur
Fyrir ökutæki sem eru seld frá maí 2022 býður Kia upp á tvær endurgjaldlausar uppfærslur á hugbúnaði og kortum í leiðsögukerfi ökutækisins með svokallaðri "over-the-air" aðferð ("OTA Updates").
* Verð eru miðuð við útgáfudag verðlista og geta tekið breytingum án fyrirvara samkvæmt gengi ISK/EUR, og/eða vegna verðbreytinga birgja, breytinga á vörugjöldum og virðisaukaskatti. Endanlegt verð bíls fer því eftir gildandi verðlista við komu bíls
Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum