Chat with us, powered by LiveChat
Go to content
100% rafnagn - KIA EV3

Kia EV3

Drifkraftur nýrra tíma. Forsala er hafin!
EV6 á hlið
  • Djörf
  • Allt að
  • Öflug
Opener Design
Hönnun

EV3 byggir á hönnunarstefnu Kia, „Opposites United“ og markar sér algjöra sérstöðu í flokki fyrirferðarlítilla lúxussportjeppa. Auk þess að vera nútímalegt er ytra byrðið bæði leikandi létt og vel úthugsað. Fyrir innan er rúmgott innanrými þar sem áhersla er lögð á endurnærandi afslöppun í hverri ferð.

kia-ev3-gtl-my25-delp-exterior-bonnet.jpg

Kröftugir og markvissir rafbílaeiginleikar

Öruggt yfirbragð EV3 leynir sér ekki, undirstrikað með breiðri og stílhreinni vélarhlífinni. Með afgerandi myndrænni útfærslu sem gefur til kynna bæði kraft og fágun.

Einkennandi „Star Map“ lýsing

Einkennandi „Star Map“ lýsing

Þetta öfluga LED ljós er innblásið af Kia EV9 og er með nýjustu örmjóu og lóðréttu dagljósin sem undirstrika nýja og öfluga túlkun á sígildu tígrisandliti Kia

kia-ev3-gtl-my25-delp-exterior-sideview.jpg

Öflugar útlínur með flæðandi þaklínu

EV3 prófíllinn gefur fyrirheit um einstakan styrk og lipurð. Langa, hallandi og stílhreina þaklínan breytist snurðulaust í afturhlera í hatchback-stíl. Með öflugum útlínum, kraftalegum brettaköntum og innfelldum hurðarhúnum að aftan.

kia-ev3-gtl-my25-delp-exterior-rear.jpg

Baksvipur með kraft og jafnvægi

Hátæknilegur og afgerandi hönnunarstíllinn heldur áfram að aftan. Einfölduð afturljós með rúmfræðiformum og nýjustu Star Map-hönnuninni frá Kia falla hnökralaust að afturrúðunni. Þau ramma inn framúrstefnulegan afturhlera með breiðu, tæknilegu og fáguðu útliti sem minnir á einkennandi framlýsinguna.

kia-ev3-my25-delp-interieur-design.jpg

„Heimilisrými“ innblásið af náttúrunni

Rúmgott og stílhreint farþegarými EV3 er uppfullt af vandaðri hönnun til að hámarka þægindin. Þar má til dæmis nefna rennistokk, þægileg sæti og snjallar geymslulausnir. Auk þess er það búið stillanlegri stemningslýsingu með róandi áhrifum.

kia-ev3-my25-delp-interieur-floating-display.jpg

Stórir skjáir í innanrými

Róleg stemningin er undirstrikuð enn frekar með stílhreinum, fljótandi 30" breiðskjá sem er hannaður til að skapa áreynslulausa og alltumlykjandi akstursupplifun. Innbyggð stjórntæki fyrir margmiðlun og lóðrétt loftrás setja svo punktinn yfir i-ið.

kia-ev3-my25-delp-interieur-trunk-space.jpg

Farangursrými í fremstu röð

Auk rúmgóðs farþegarýmisins býður EV3 upp á glæsilegt 460 lítra farangursrými og hentuga 25 lítra farangursgeymslu að framan. Fyrir allt plássið og sveigjanleikann til að flytja hvers kyns farm.

Hleðsla & drægni

EV3 býður upp á hversdagsleg þægindi og hagkvæmni um leið og þú nýtur allra kosta rafmagnsaksturs. Njóttu fulls öryggis til að takast á við langar ferðir – með tilkomumikla drægni upp á allt að 605 km ² [RS1]  á einni hleðslu. Þetta þýðir að þú getur ferðast frá París til Genfar án þess að þurfa að stoppa til að hlaða. 
 
Hleðslan þarf ekki að hægja á þér enda færðu hraðvirka og hnökralausa 10-80% hleðslu á um það bil 31 mínútu ¹.

kia-ev3-gtl-my24-delp-energy-provider.jpg

Tvær öflugar gerðir í boði

Þú getur valið milli tveggja mismunandi útfærslna sem henta þínum þörfum, báðar með misstórum háspennurafhlöðum. EV3 Air gerðin er eingöngu í boði með 58,3 kWh rafhlöðu en EV3 Earth útfærslan er búin 81,4 kWh rafhlöðu. Báðar gerðir nota 150 kW/283 Nm rafmótor, sem nær allt að 0-100 km/klst. hröðunartíma á 7,5 sekúndum og 170 km/klst. hámarkshraða. ¹

Breyttu þínum EV3 í orkugjafa

Breyttu þínum EV3 í orkugjafa

Með EV3 hafa verkfræðingar Kia sett glæný viðmið í orkunýtni. Þannig er þetta fyrsta gerðin í flokki lítilla SUV rafbíla til að bjóða upp á hleðslu með V2L búnaði. EV3 bíllinn breytist í færanlegan orkugjafa hvar sem þú ert, sem veitir þér frelsi og sveigjanleika til að knýja tæki á borð við fartölvur, litla ísskápa, kaffivélar eða hárþurrkur.

Hleðslulausnir

Hleðslulausnir

Auðvelt er að hlaða þinn Kia EV3 hvar sem er, hvort sem það er í heimahleðslu eða í almenningshleðslustöðvum.

  • Hleðsla á hleðslustöðvum

    Þú getur hlaðið EV3 á fljótlegan og skilvirkan hátt á einni af fjölmörgum hleðslustöðvum á þínu svæði.

  • Heimahleðsla

    Einföld heimahleðsla með heimahleðslustöð heldur hleðslunni einfaldri og hagkvæmri. 

Sjálfbærni

Á nýskapandi leið okkar að sjálfbærari og ábyrgari samgöngum tökum við jafnt stórar sem smáar ákvarðanir sem hafa raunveruleg áhrif. Sjálfbærni er þungamiðjan í öllu sem EV3 stendur fyrir. Þessi hugsun endurspeglast líka í vandlega völdum efnum fyrir alla hluta innanrýmisins.

Öryggi

Nýsköpun á sviði öryggis og aðstoðar í flokki lítilla SUV-rafbíla: Háþróaður öryggisbúnaðurinn inniheldur árekstrarvörn sem nemur hættuna á árekstri áður en hann á sér stað. Þjóðvegaaðstoð tryggir öryggi á miklum hraða. Og bílastæðaaðstoð auðveldar þér að leggja í stæði. ¹¹

Smart Cruise Control 2 (SCC 2)

Smart Cruise Control 2 (SCC 2)

Þessi tækni metur akstursskilyrði hverju sinni og aðstoðar við að halda öruggum hraða í stilltri fjarlægð frá bílnum á undan á meðan ekið er á hraðbraut eða á þjóðvegi. Hún dregur sjálfkrafa úr hraða á vegarköflum með kröppum beygjum til að tryggja öryggi ökumanns og farþega. Í kjölfarið endurheimtir tæknin svo forstilltan hraða. Ef kerfið greinir aðgerðaleysi ökumanns virkjar það hemlakerfið til að stöðva EV3-bílinn á miðri akreininni, gefa frá sér viðvörunarmerki inni í bílnum og fyrir utan hann og taka dyrnar sjálfkrafa úr lás.

Hraðatakmörkun (ISLA)

Hraðatakmörkun (ISLA)

Hraðatakmörkun veitir þér allar nauðsynlegar upplýsingar til að auðvelda þér að halda þig innan hámarkshraða. Hún notar myndavélina á framrúðunni til að lesa upplýsingar um hámarkshraða og takmarkanir á framúrakstri og birtir upplýsingarnar á skýran hátt á skjá leiðsögukerfisins og mælaborðinu.

Þjóðvegaakstursaðstoð 2 (HDA 2)

Þjóðvegaakstursaðstoð 2 (HDA 2)

Þjóðvegaakstursaðstoð 2 (HDA 2) með handaskynjara stillir aksturshraða þinn sjálfkrafa eftir hraðamörkum hverju sinni um leið og kerfið heldur þér í öruggri fjarlægð frá ökutækjunum á undan. Uppfærðir handaskynjararnir í stýrinu greina hvort þú snertir það, hvort sem þú hreyfir það eða ekki. Þjóðvegaakstursaðstoð 2 er jafnvel fær um að skipta sjálfkrafa um akrein þegar stefnuljósið er notað.

Árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði (BCA)

Árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði (BCA)

Árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði varar þig við ef hætta er á árekstri við ökutæki að aftan á blindsvæðinu þegar skipt er um akrein. Þegar ekið er áfram úr bílastæði upp við kantstein og hætta er á árekstri við bíl sem nálgast að aftan aðstoðar það sjálfkrafa við neyðarhemlun.

FCA árekstraröryggiskerfi 2.0 (FCA 2.0)

FCA árekstraröryggiskerfi 2.0 (FCA 2.0)

FCA árekstraröryggiskerfi 2.0 skilar þér aukinni hugarró og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir að aka á gangandi vegfarendur eða hjólreiðafólk eða lenda í árekstri við önnur ökutæki. Ef þú stígur ekki nógu fast á hemlana til að koma í veg fyrir árekstur gerir EV3 bíllinn það sjálfkrafa. Þessi tækni hjálpar einnig við að koma í veg fyrir árekstur við ökutæki úr gagnstæðri átt þegar beygt er á gatnamótum eða ekið yfir þau, sem og við aðrar akstursaðstæður.

Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan (RCCA)

Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan (RCCA)

Bakkaðu út úr bílastæði eða innkeyrslu á einfaldan og auðveldan máta. Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan gerir þér viðvart ef bílar eða gangandi vegfarendur eru fyrir aftan bílinn. Kerfið hemlar sjálfkrafa ef hætta er á árekstri.

Akreinaaðstoð 2 (LFA 2)

Akreinaaðstoð 2 (LFA 2)

Kerfið fylgist með akreinamerkingum og/eða ökutækjum fyrir framan og veitir stýrisaðstoð ef þörf krefur til að halda EV3 bílnum á miðri akreininni. Þessi endurbætta annarrar kynslóðar tækni er nú einnig með handaskynjara sem greinir hvort þú sleppir stýrinu í nokkrar sekúndur og virkjar viðvörunarmerki til að minna þig á að setja hendurnar aftur á stýrið.

Árekstraröryggiskerfi fyrir bílastæði, að framan/á hliðum/að aftan (PCA)

Árekstraröryggiskerfi fyrir bílastæði, að framan/á hliðum/að aftan (PCA)

Bílastæðaaðstoð á hliðum, að aftan og að framan tryggir að það er ekkert vesen að leggja í eða aka út úr stæði á EV3 með því að vara við gangandi vegfarendum og hlutum nálægt bílnum. Ef hætta á árekstri eykst eftir að þessi viðvörun hefur verið gefin aðstoðar kerfið sjálfkrafa við neyðarhemlun.

Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð (RSPA)

Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð (RSPA)

Þú þarft aldrei aftur að hafa áhyggjur af því að leggja í og aka út úr þröngum stæðum. Fjarstýring fyrir bílastæði vinnur alla vinnuna fyrir þig en eiginleikinn gerir þér kleift að bakka EV3 bílnum í beinni línu inn í og út úr stæðum þegar þú stendur fyrir utan bílinn, allt með snjalllyklinum. Eingöngu í Luxury

Tengingar

EV3 býður upp á hrífandi upplifun sem er einstök í flokki lítilla SUV rafbíla – með fjölda hátæknilegra eiginleika sem hannaðir eru til að nýta hvert augnablik til fulls, hvort sem þú ætlar að slaka á, vinna eða skemmta þér á meðan þú leggur bílnum og hleður hann eða vilt einfaldlega njóta akstursins.

Þrefaldur breiðskjár fyrir allar þarfir

Þrefaldur breiðskjár fyrir allar þarfir

Yfirlitsskjárinn felur í sér 12,3 tommu mælaskjá ökumanns, 5,3 tommu snertiskjá fyrir loftkælingu og annan 12,3 tommu snertiskjá fyrir leiðsögn. Hann nær að miðju mælaborðinu og veitir ökumanni og farþega í framsæti aðgang að margvíslegum upplýsinga-, afþreyingar- og leiðsagnareiginleikum. Þar á meðal er háþróað leiðarvalskerfi fyrir rafbíla til að finna hentugustu hleðslustöðvarnar á leiðinni.

Möguleiki á að straumspila myndskeið og betra hljóðkerfi

Möguleiki á að straumspila myndskeið og betra hljóðkerfi

Þú getur notið eftirlætis afþreyingarefnisins í þægindum EV3 bílsins þíns þökk sé afbragðs streymisveitunum sem við bjóðum upp á ¹⁰. Þökk sé breiðskjánum og Harman Kardon hljóðkerfinu minnir upplifunin í bílnum á kvikmyndahús eða heimabíó.

Stafrænn lykill 2.0

Stafrænn lykill 2.0

Auktu enn frekar á þægindi í akstri með stafræna Kia lyklinum. Hann gerir þér kleift að opna EV3 bílinn og gangsetja hann með snjallsímanum. Þú getur geymt lykilinn í stafræna veskinu og deilt honum með öðrum ökumönnum til að auðvelda aðgengi að bílnum – án þess að þurfa að sækja símann í vasann.

Þráðlaus hleðsla snjallsíma og USB-C hraðhleðslutengi

Þráðlaus hleðsla snjallsíma og USB-C hraðhleðslutengi

Í EV3 njóta allir alhliða þæginda öllum stundum. Þar á meðal er þráðlaus hleðsla fyrir farsíma í miðjunni fyrir farþega í framsæti og hentug USB-C-tengi með hraðhleðslu á bakhliðum framsætanna.

 

Kia Connect

 

Tengdu símann þinn við EV3 á hnökralausan máta með Kia Connect forritinu og nýttu þér öll þau þægindi, hugarró og hagnýtu aðstoð sem býðst. Innbyggð þjónusta veitir þér upplýsingar um umferð í rauntíma, hleðslustöðvar í nágrenninu, bílastæði, veður og úrval annarra gagnlegra upplýsinga. Fjartengda þjónustan er ekki síður handhæg, svo sem fjarstýring fyrir rafhlöður, hita- og loftstýring og leiðsögn síðasta spölinn, svo nokkur dæmi séu nefnd.  ⁵  ⁶ 

  • Bílastæðaaðstoð

    Þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af því að leggja í og aka út úr þröngum stæðum aftur. Fjarstýrða snjallbílastæðaaðstoðin vinnur alla vinnuna fyrir þig en eiginleikinn gerir þér kleift að bakka EV3-bílnum í beinni línu inn í og út úr stæðum þegar þú stendur fyrir utan bílinn, allt með snjalllyklinum. Annar aðstoðareiginleiki er árekstraröryggiskerfið fyrir bílastæði með tækni sem varar þig við gangandi vegfarendum eða hlutum nálægt bílnum til hliðar og að aftan.

    Eingöngu í Luxury

  • Tónlistarstreymi

    Njóttu hvers kyns tónlistar án þess að þurfa að tengja símann þinn. Þessi hnökralausa og einfalda tónlistarþjónusta tengir þig við tónlistarforritin þín með ókeypis mánaðaráskrift. Amazon Music og Soundcloud verða í boði þegar bíllinn kemur á markað og fleiri efnisveitur munu fylgja í kjölfarið. ⁸ ⁹

Platform Keyvisual
Byggingarlag

EV3 er hannaður til að koma þér lengra og fara fram úr væntingum þínum á alla vegu. Langt hjólhaf og flöt hönnun byltingarkennda E-GMP-undirvagnsins skila sér í margvíslegum kostum sem gera akstursupplifunina algjörlega einstaka. Þar má til dæmis nefna rúmgott farþegarýmið sem tryggir öllum þægindi. Öflug afköst og óviðjafnanleg drægni á rafmagni í flokki sambærilegra bíla. Áhrifamikil stýris- og hemlaafköst, hljóðlátt farþegarými jafnvel á miklum hraða og góður beygjuradíus auka akstursánægjuna í hverri ferð. ²

 

Þökk sé nýjustu kynslóð rafhlaðna geturðu farið hvert sem leiðin liggur með framúrskarandi rafdrægni sem þú getur treyst á. Hægt er að velja um langdræga (81,4 kWh) og skammdræga (58,3 kWh) rafhlöðu. 

powertrain visual
Aflrásir & útlitspakkar

Bíllinn er með fyrsta flokks rafmagnsaflrás með framhjóladrifi og fjórum útfærslum af klæðningum, svo þú getur verið viss um að þú færð þann valkost sem hentar þér og þínum lífsstíl.

Rafknúnar aflrásir

100% rafmagn

  • Drægni allt að 605 km
  • Hleðslutengi V2L
Útfærslur
EV3 Baseline
Frá

EV3 Air

EV3 Earth
Frá

EV3 Earth

Kia EV3 Luxury
Frá

EV3 Luxury

360°

#accessories
Aukahlutir

Þú getur fengið þetta allt með aukahlutum frá Kia. Nýstárlegir og sérhannaðir til að vernda EV3 bílinn, auka þægindi, líta sem best út og vera til reiðu fyrir hvaða ævintýri sem er.

Þverbogar

Þverbogar

Þessir sterku og fullkomnu þverbogar úr áli eru léttir og auðvelda þér að flytja allt sem þú gætir mögulega þurft á að halda fyrir næsta ævintýri.

Pro reiðhjólafesting

Pro reiðhjólafesting

Dragðu úr áreynslu við fermingu og affermingu í næstu reiðhjólaferð með þessari fyrsta flokks festingu. Ber allt að 20 kg.

Farangursbox

Farangursbox

Njóttu þægindanna sem fylgja þessu stílhreina og endingargóða farangursboxi og aukna farangursrýminu sem það hefur í för með sér. Það er auðvelt í uppsetningu og með tveimur hliðaropum sem einfalda aðgang býður það upp á góða plássnýtingu.

Gerðu bílinn að þínum.
  • Kia EV9

     

    Þessi 7 sæta rafjeppi er það nýjasta og besta í sjálfbærni, hönnun og tækni og gerir þér kleift að upplifa eitthvað alveg nýtt. EV9 tekur forystuna á öllum sviðum, allt frá harðgerðu ytra byrði til fullkomlega rafknúinnar virkni og vistvænna innréttinga með uppunnu efni og efni úr plönturíkinu. 

  • Kia EV6



    Með Kia EV6 rafbílnum er akstur á rafmagni áreynsluminni en nokkru sinni fyrr. Kraftmikil afköst skila drægni upp á allt að 528 km. Sérlega hraðvirk og fyrirhafnarlaus hleðsla. Þar við bætist djörf lúxussportjeppahönnun með nýju útliti að utan.