Loforð um gæði. Fyrir þetta stendur 7 ára eða 150.000 km ábyrgð okkar. Einstök og skýr skuldbinding af okkar hálfu svo þú megir njóta kostanna sem felast í ströngustu gæðastöðlum í bílaframleiðslu. Í þessu felst einnig skuldbinding af okkar hálfu gagnvart þér sem um leið endurspeglar þá trú sem við höfum á öllum þáttum framleiðslunnar og þá sannfæringu að Kia bifreiðin þín muni standast tímans tönn.
7 ára ábyrgð fylgir öllum nýjum Kia bílum. Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit sem kaupandi ber kostnað af. Ábyrgðin fylgir sömuleiðis bílnum þegar þú selur hann. Nýi eigandinn nýtur því einnig kosta ábyrgðarinnar út gildistíma hennar eða akstursvegalengd. Ábyrgðin er einn af mörgum kostum Kia og hún eykur virði bílsins til lengri tíma litið.
Ábyrgðin nær ekki til 7 ára fyrir eftirfarandi liði:
Kia hefur síðustu fjögur ár verið efst í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílamerki sem ekki teljast til lúxusmerkja.
J.D. Power hefur í áratugi verið eitt virtasta greiningarfyrirtæki heims. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1968, hefur mótað sér sérstöðu er kemur að ánægju- og áreiðanleikakönnunum í bílaiðnaðinum. Í gæðakönnun (e. Initial Quality Study) er könnuð tíðni vandamála sem koma upp á fyrstu 90 dögum eftir kaup bíls.
„Þetta er framúrskarandi árangur fyrir Kia og mjög ánægjulegt að merkið nái toppsætinu í þessari virtu könnun J.D. Power fjórða árið í röð. Við erum að sjálfsögðu afar stolt og ánægð með þennan árangur. Þetta sýnir svo ekki verður um villst mikil gæði og góða endingu nýrra Kia bíla. Við höfum mikla trú á bílum okkar og bjóðum til að mynda upp á 7 ára ábyrgð af nýjum bílum en enginn annar bílaframleiðandi í heiminum býður upp á svo langa ábyrgð“ segir Michael Cole, einn af framkvæmdastjórum Kia.
Það hangir ekkert á spýtunni. Þetta er nákvæmlega eins og þriggja ára ábyrgð en hún gildir lengur. Nánari upplýsingar er að finna í „algengum spurningum“ og í þjónustuhandbók Kia .
Kia framleiðir bíla samkvæmt ströngustu stöðlum í bílaframleiðslu. Það er á grundvelli þessara sérstöku gæða sem Kia treystir sér til þess að bjóða ábyrgð á nýjum bílum til lengri tíma en nokkur annar bílaframleiðandi í Evrópu.
Kia er eini bílaframleiðandinn í Evrópu sem býður 7 ára verksmiðjuábyrgð með öllum sínum bílum.
Í ábyrgðinni felst ábyrgð framleiðanda „frá stuðara til stuðara“ sem þýðir að sama bótaskylda er frá fyrsta degi til síðasta.
Ábyrgðin er flytjanleg yfir á næstu eigendur. Þetta þýðir að þriggja ára gamall Kia er með gilda ábyrgð lengur en margir af nýjum bílum samkeppnisaðila okkar.
Viðhaldskostnaður bílsins lækkar með þessari ríkulegu ábyrgð og endursöluverðið er líklegt til að hækka.
Gerist það ólíklega að ábyrgðarkrafa sé sett fram er flutningskostnaður varahluta og ferðakostnaður vinnuafls innifalinn í ábyrgðinni og hún heldur áfram gildi sínu.