Kia XCeed er bíllinn fyrir þá sem leita uppi spennandi aðstæður og vilja kanna mörk þess mögulega. Nýr Kia XCeed er glæsilegur blendingur fyrir lifandi lífstíl í borginni. XCeed býr yfir sportlegri blendingshönnun og er smíðaður til fara hindrunarlaust lengra. Hann gerir hverja ferð ævintýri líkasta.
Hönnunin fangar athyglina frá hvaða sjónarhorni sem er. Framsækin og djarfleg hliðarlínan alveg frá afturhlera að framstuðara. Kia XCeed er ávallt búinn undir ný ævintýri og útlitið er sannarlega í samræmi við karakterinn. Þessi sportlegi blendingur fer á augabragði fram úr villtustu væntingum þeirra sem sækjast eftir spennu í lífið.
Þeir sem vilja njóta lífsins sætta sig ekki við málamiðlanir. Það gerir Kia XCeed ekki heldur. Þú ert afslappaður á ráspól fyrir næsta ævintýri í frábæru innanrými og umkringdur snjalltækni af margvíslegu tagi. Allt veitir þetta aðgengi að hágæða þægindabúnaði og allt er innan seiligar.
Þeir sem vilja fá sem mest út úr lífinu og eru haldnir ævintýraþrá ættu alltaf að líta fram á við. Kia Xceed höfðar til þessarar manngerðar. DRIVE WISE snjalltæknin(4) upplýsir ökumann um næsta umhverfi öllum stundum. Þannig helst jafnvægið milli akstursgleðinnar og öryggisins fullkomið.
Ath. að staðalbúnaður er mismunandi eftir gerðum
Allir eigendur Kia XCeed njóta góðs af okkar einstöku 7 ára/150.000 km ábyrgðar (allt að 3 árum án takmörkunar á kílómetrastöðu, frá 4 árum að 150.000 km akstri).(1) Ábyrgðin flyst yfir til næstu eigenda og tryggir frábært endursöluvirði. Auðvitað viltu vera vel tengdur næstu sjö árin. Þess vegna fylgir leiðsögukerfinu ókeypis kortauppfærslur í 7 ár(2).
Allar tækniupplýsingar og tæknilýsingar eru háðar fyrirvörum, framleiðsluþróun og gerðarviðurkenningu. Allar tölulegar upplýsingar eru breytingum háðar.
Ábyrgð að hámarki að 150.000 km. Gildir í öllum Evrópusambandsríkjum (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar). Frávik í samræmi við gilda ábyrgðarskilmála, þ.m.t. fyrir lakk og búnað, eru háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum.
Tilboðið nær eingöngu til nýrra Kia ökutækja sem eru keypt eftir 28. febrúar 2013 og eru með LG leiðsögukerfi frá verkmiðju. Vinnukostnaður getur hlotist af uppsetningu uppfærslunnar þann tíma sem það tekur á þjónustuverkstæði. 7 ára kortauppfærsla felur í sér sex kortauppfærslur þar sem nýjum Kia ökutækjum fylgir ávallt nýjasta gerð korta. Tilboðið hefur ekki áhrif á ábyrgð á leiðsögukerfinu. Kia ber ekki ábyrgð á gæðum kortaupplýsinga sem koma frá birginum HÉR.
DRIVE WISE tækni eru akstursstoðkerfi sem draga ekki úr þeirri ábyrgð ökumanns að stjórna bílnum með ábyrgum hætti öllum stundum. Ökumaður þarf eftir sem áður að laga akstursvenjur sínar að akstursgetu, að lögum og reglum og að ástandi vega og umferðaraðstæðum.
Akreinastýring (LFA) er einungis fáanlegt með gerðum með DCT gírskiptingu.
Árekstrarvari að framan (FCA) er akstursstoðkerfi sem dregur ekki úr þeirri ábyrgð ökumanns að stjórna bílnum með ábyrgum hætti öllum stundum. Ökumaður þarf eftir sem áður að laga akstursvenjur sínar að akstursgetu, að lögum og reglum og að ástandi vega og umferðaraðstæðum. FCA er ekki hannað til að aka bílnum með sjálfvirkum hætti. Frekari upplýsingar er að finna í eigandahandbók.
* Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum